Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 11
t U n g U m á l i ð S k a pa r n ý J a H e i m a 11 Það er ekki oft sem dýr eru aðalpersónur í bókum fyrir fullorðna og það getur verið erfitt að líta ekki á dýrin sem líkingu, myndhverfingu eða sem eina stóra allegóríu. Hefðin segir okkur að finna manneskjuna á bakvið dýrið og að baki því hljóti að liggja tákn. Allt frá dæmisögum Esóps til Disney­ mynda erum við vön því að dýrin standi fyrir einfaldaðar manngerðir. Refurinn er lævís, hundurinn er glaðlyndur og uglan er vitur. Ísbirnirnir í Etýðum í snjó eiga ekki aðeins að tákna mennska eiginleika heldur fá að njóta sín sem fullgildar persónur í skáldsögu. Þeir bera þó mannlegar tilfinningar og staða þeirra í mannlegu samfélagi er flókin á köflum og sveiflast frá hinu furðulega yfir í hið raunsæja. Gunnar Theódór Eggertsson bókmenntafræðingur hefur skoðað hefð raunsæislegra dýrasagna og bendir á mikilvægi þess að skoða slíkar sögur út frá þeirri tilraun að „túlka innra líf annarra dýra í gegnum skáldleg skrif“ en bendir einnig á að „á móti kemur að það er í eðli sínu ómögulegt að þekkja huglægan veruleika annarra tegunda – rétt eins og það er í eðli sínu ómögu­ legt að þekkja huglægan veruleika annarrar manneskju, þótt stökkið kynni að vera styttra þar á milli.“6 Etýður í snjó fellur vel að skilgreiningu raunsæis­ legra dýrasagna og Tawada leikur sér með þessa hefðbundnu erfiðleika sem koma upp við að túlka dýr í skáldskap. Dýrin finna ítrekað fyrir mannlegum tilfinningum en við erum einnig oft stöðvuð í þeirri túlkun. Undir lok þriðju sögunnar biður blaðamaður um mynd af litla húninum Knúti: „En sjáið þér bara hvað Knútur er öruggur með sig þegar hann stillir sér upp fyrir framan myndavélina!“ – „Þér eruð að yfirfæra yðar eigin hugmyndir á Knút og ímynda yður eitthvað sem á ekki við um hann. Hann stillir sér ekki upp. Ísbirnir hafa almennt engan áhuga á mönnum.“7 Á þennan hátt leikur Tawada sér með samskipti manna og dýra og minnir okkur á hversu flókið það er að skrifa út frá sjónarhorni dýrsins. Við fáum aldrei að gleyma því að hér sé vissulega á ferðinni ímyndun mannsins á því hvernig sjónarhorn dýrsins gæti verið í einhvers konar heimi öðrum en okkar. Inn á milli má þó líka sjá hvernig ísbirnirnir lenda í sömu aðstæðum og manneskjur sem upplifa sig á milli menningarheima. Reynsluheimur þeirra sem lifa í heimi aðlögunar, á milli tungumála og menninga er því einnig til grundvallar þegar kemur að því að setja sig í spor annarra tegunda en homo sapiens. raunsæi furðusögunnar Einn af göldrum þessa heims sem Tawada hefur skapað í Etýðum í snjó felst í óræðu sambandi skáldsögunnar við hið raunhæfa. Staða ísbjarnanna er ólík í sögunum þremur með tilliti til samfélags mannanna og veruleikans. Ættmóðirin tekur virkan þátt í samfélagi manna, hún á í samræðum eins og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.