Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Qupperneq 33

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Qupperneq 33
S k á l d a ð í a U ð n i n a 33 mætasta auðlind sem völ er á. Í slíkum aðstæðum er vatn fyrst og fremst það sem gerir líf mögulegt og vatnsbirgðirnar mælikvarði á það hversu marga daga eða vikur feðginin geta búist við því að geta haldið áfram. Hafið sem hin sjötuga Signe siglir um af miklu öryggi og sterkum ásetningi gefur til kynna frelsið til athafna; henni eru allir vegir færir, ólíkt David og Lou, sem þvælast um skorpna jörð í von um að finna lífvænlegan samastað. Í sögunni af Signe hljómar rödd umhverfisverndarinnar á afdráttarlausari hátt en í öðrum þráðum loftslagsbókanna tveggja. Þótt það megi segja að sýn verkanna á umhverfisvandann sé afdráttarlaus, þá er henni fyrst og fremst miðlað í atburðarás, persónusköpun og þeirri mynd sem dregin er upp af söguheiminum. Signe hefur látið skoðanir sínar í ljós hátt og snjallt frá unga aldri – svo hátt að faðir hennar skammar hana ítrekað fyrir að öskra í eyrun á sér – og sá eiginleiki hennar fylgir henni þegar hún vex úr grasi og verður ástfangin af Magnusi, ungum manni sem botnar lítið í afstöðu hennar til virkjanaframkvæmda í Eidedal og vill heldur að þau verji tíma sínum og orku í að koma sér þægilega fyrir og stofna fjölskyldu en að standa í mótmælum við Systrafossa í hópi „Óslóarhippa“. Samband þeirra verður nauðalíkt sambandi foreldra Signe, hún líkist náttúruverndarsinnanum föður sínum en Magnus á meira sameiginlegt með móður hennar, sem er fyrst og fremst umhugað um efnahagslegt öryggi í dalnum. Með því að leggja áherslu á fjölskylduna á nýjan leik í Blá, sýnir Lunde hvernig það ófremdarástand sem blasir nú við er að miklu leyti afleiðing þeirra hugmynda sem mannkynið hefur haft um velgengni í gegnum tíðina og væntinganna sem við gerum til þeirra sem standa okkur nærri. Þetta verður ekki síst áberandi í Sögu býflugnanna, þar sem sögutími frásagnanna þriggja verður táknrænn fyrir framrás tímans, orsakasamhengi fortíðar, nútíðar og framtíðar. Metorðagirnd Williams, vonir um að nafn hans verði ritað á spjöld sögunnar fyrir hugvit og snilligáfu, eru samofnar hugmyndum um að manneskjan sé æðri ómennskum dýrum. Vísindin þjóna þeim tilgangi að upphefja manninn, hefja hann til vegs og virðingar í mannlegu samfélagi. George deilir ákafri löngun Williams eftir aðdáun sonar síns, hann þráir arftaka sem er stoltur af föður sínum, stólar á hann og á honum velgengni sína að þakka, en líkt og William elur metnaður hans fyrst og fremst af sér sjálfhverfu og fjarlægð við einkasoninn. Afleiðingin af sjálfhverfum – og mannhverfum – hugsunarhætti er svo jörðin sem Tao og sonur hennar sitja uppi með níutíu árum síðar, þar sem tækifæri til hamingjuríks lífs eru veru­ lega skert, auðlindir uppurnar. Myndin sem Lunde bregður upp af yfirráðum manns yfir náttúru er þó alls ekki einföld. Þótt sögupersónur missi gjarnan sjónar á heildarmyndinni, eins og fólk hefur svo sannarlega ríka tilhneigingu til, eru fyrirætlanir þeirra góðar. Löngun til að búa börnum sínum góða og trygga framtíð drífur þessar persónur áfram, vandamálið felst í því að fjárhagslegt öryggi er þeim efst í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.