Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 38
38 B ó k m e n n ta H át í ð og kristallast í þeim orðum Ara fróða að hafa skuli það sem sannara reynist fremur en það sem sannast reynist eða það sem satt reynist. Hin fleygu orð hans gætu sem best verið einkunnarorð sannsagna. Sænsku bækurnar tvær nýta sér aðferð sannsögunnar til hins ýtrasta og sumir gagnrýnendur kalla þær skáldsögur. Segja má að Tom Malmquist sé lærisveinn Joan Didion að því leyti að hann reynir að láta lesandann upplifa atburðina með sér jafnóðum og þeir gerast. Það er engu líkara en lesandinn sé staddur í þeim miðjum, hafi enga fjarlægð á þá og að skilningarvit höf­ undarins séu okkar. Sagan er sögð í nútíð og stíllinn sjálfur er nýttur til þess að miðla þeirri ringulreið og angist sem Tom upplifir í tengslum við veikindi, dauða og eftirmál hans: Yfirlæknirinn læsir hjólunum á sjúkrarúmi Karinar með fætinum. Háum rómi upplýsir hann hjúkrunarfræðinga gjörgæslunnar sem klippa í sundur hlýrabolinn og íþróttatoppinn: Barnshafandi kona, barni farnast vel samkvæmt skýrslu, vika þrjátíu og þrjú, veiktist fyrir um það bil fimm dögum með flensueinkenni, hita, hósta, í gær væg andnauð sem var talin tengjast meðgöngunni, miklu verri líðan í dag, alvarleg andnauð, kom á fæðingardeildina fyrir klukkutíma. […] Ljósmóðirin sem sá um súrefnið á leiðinni hingað hikar í dyrunum. Hún tekur varlega um upp­ handlegginn á mér. Þú ert í stofu B á gjörgæslunni, viltu að ég skrifi það á miða fyrir þig? Það er óþarfi, takk, svara ég. Hún fær almennilega hjálp núna, segir hún. (5) Þannig hefst bókin á komu eiginkonunnar sjúku á spítalann. Þarna er mikið undir, barn í kviði og móðirin með andnauð. Þegar að samtölum kemur er þeim miðlað í belg og biðu, án þess að greinaskil aðgreini þau eða gæsalappir og allt skapar þetta umrædda angistar­ og glundroðatilfinningu í textanum, eins konar stýrt vitundarstreymi. Þar með finnum við hvernig sögumanni líður, verðum jafn ringluð og illa áttuð og hann þegar á söguna líður. Bókin skiptist í tvo hluta sem eru svolítið ólíkir. Annars vegar frásögnina af spítalanum, sem mér finnst áhrifaríkasti hluti bókarinnar og í rauninni mikið afrek, og hins vegar af eftirmálum, svo sem umönnun dótturinnar og baráttunni við sænska kerfið sem vill m.a. fá sönnun fyrir því að hann sé faðir dóttur sinnar þar sem hann var ekki kvæntur barnsmóðurinni. Það reynist vera mikið ferli þar sem dómstólar koma við sögu. Á þeim kafla verður sagan kafkaísk í meira lagi, svo mjög að reynir á trúgirni manns. Til að bæta gráu ofan á svart deyr síðan faðir Toms líka. Allan tímann miðlar stíllinn líðan Toms þar sem hann reynir að krafsa sig út úr þessu í sorgar­ ferlinu miðju, nokkuð sem gerir miklar kröfur til höfundar og reyndar einnig til þýðandans, Davíðs Stefánssonar, sem hefur þó svarað þeirri áskorun vel. Aðferð Malmquists gerir þessa bók að eins konar prófraun á það hvort bók­ menntir geti miðlað upplifun í rauntíma, verið bókmenntir í beinni ef svo má að orði komast. Um leið má auðvitað spyrja sig um réttmæti þess að gera mannlega eymd að afþreyingu, já og lífsviðurværi, en er það ekki grund­ vallarspurning þegar að allri sagnamiðlun kemur, sama í hvaða formi hún er?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.