Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 49
U m S a m ö n t U S c H w e B l i n 49 titilsögu bókarinnar Pájaros en la boca komast kvíðafullir foreldrar að því að ung dóttir þeirra er haldin þeirri óskiljanlegu áráttu að borða páfagaukana sína, lifandi með fiðri og öllu. Í annarri sögu segir frá ófrískri konu sem verður sífellt hræddari við fæðinguna sem nálgast óðum, því fær hún lyf hjá lækni og þungunin gengur smám saman til baka þar til konan nær að spýta fóstrinu út um munninn meðan fjölskyldan fylgist með skelfingu lostin. Í enn annarri sögu hefur kona viðurværi sitt af því að leyfa ríkum hefðarfrúm að svala blæti sínu með því að plokka líkamshár hennar. Enn önnur fjallar um mann sem býr í leikfangaverslun sinni og þykist vera síungur drengur. Þetta eru þó ekki eiginlegar hryllingssögur þótt stöðug óvissa lesanda valdi óhugnaði. Tilgangurinn virðist vera að opna nýja sýn á veruleikann allt í kringum okkur. Fyrsta skáldsaga Schweblin, Distancia de rescate (Bjargfæri), sem í raun­ inni er nóvella, vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2014 og var marg­ verðlaunuð. Í þessu markvissa, þétta og vel úthugsaða verki veit lesandi ekki alltaf hvað er á seyði, margar raddir tala og flakkað er á milli tímaskeiða (þar kemur Juan Rulfo upp í hugann). Kona sem hefur orðið fyrir einhvers konar eitrun liggur á banabeði og ræðir við ungan dreng sem virðist hafa lykilinn að því böli sem hrjáir söguheim bókarinnar. Með beittum stíl tekst höfundi að byggja upp spennu og lesandinn fyllist eftirvæntingu við að fá svör við spurningum sögupersónanna. Í sögulok er hann þó skilinn eftir í óvissu um hvort hann hafi fengið þau eða ekki. Komið er inn á þjóðtrú, móðurhlut­ verkið (titill verksins vísar í fjarlægð barns frá móður), spilliefni og umgengni okkar við náttúruna. Kannski má segja að bókin bjóði uppá bókmenntalega upplifun á óvissu okkar og ótta gagnvart umhverfisvá nútímans. Samanta Schweblin sendi frá sér ári síðar, eða 2015, enn annað smásagna­ safn, Siete casas vacías (Sjö tóm hús). Eins og í fyrri söfnum eru sögurnar ögrandi bæði hvað varðar stíl og efni. Ein þeirra er mjög löng og fjallar um gömul hjón og hvernig þau takast á við Alzheimer­sjúkdóm eiginkonunnar. Hún ver dögunum í að pakka niður í kassa og undirbýr þannig enda­ lokin, eins og ómeðvitað. Lesandi fylgir athöfnum og hugsunum konunnar gegnum nákvæmar lýsingar á sérhverju smáatriði og fer smám saman að sjá hlutina með hennar augum. Sagan var gefin út aftur árið 2017 með mynd­ skreytingum. Nýjasta skáldsaga Schweblin er Kentukis (Kentukis) sem kom út 2018. Þar tekst höfundur á við nútímatæknina, samskiptamiðla og hvernig þeir geta yfirtekið líf fólks. Þetta eru margar samofnar sögur um fólk af ólíkum uppruna víða að úr heiminum, ungt sem gamalt. „Kentukis“ eru eins konar rafræn tuskudýr eða leikföng sem sameina fólkið. Eigendur stýra þó ekki hegðun dýranna heldur tilviljanakenndur vinur „úti í heimi“ sem gerir það gegnum tölvu. Þó hafa dýrin að hluta til sjálfstætt líf. Þetta viðfangsefni kallast að einhverju leyti á við þemu sem hafa verið tekin fyrir í sjónvarps­ þáttunum Black Mirror. Fólkið í Kentukis er gagntekið af smávægilegum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.