Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 61
v í k i n g U r i n n m e ð r ó ð U k r o S S i n n 61 Vikings on Film (2011) sem Harty ritstýrði fjallar hann ásamt fleiri fræði­ mönnum um þessa sérstöku kvikmyndagrein, en þar kemur fram að sögu hennar megi rekja aftur til fyrstu áratuga tuttugustu aldar þegar framleiddar voru fáeinar þöglar víkingamyndir sem nú hafa glatast. Upphaf hefðarinnar er því oftast miðað við bandarísku kvikmyndina The Viking (1928) í leik­ stjórn Roy William Neill. Um var að ræða frjálslega aðlögun á nýlegri skáld­ sögu, The Thrall of Leif the Lucky (1902), eftir bandarísku skáldkonuna Ottilie A. Liljencrantz sem sótt hafði innblástur í íslenskar fornsögur. Við­ fangsefni sögunnar er sigling Leifs heppna Eiríkssonar til Norður Ameríku. Hann gengur þar á guðs vegum og er að flestu leyti andstæða klisjunnar um villimannlega víkinginn sem Harty lýsir. Hér verður rakið með hvaða hætti Leifur ferðast úr íslenskum miðaldaheimildum, eftir síðum skáldsögunnar bandarísku og þaðan yfir á hvíta tjaldið og loks aftur til baka til Íslands árið 1932. ii Þótt The Viking sé ekki hátt skrifuð meðal bíóunnenda markaði hún merki leg tímamót í kvikmyndasögunni. Þessi 90 mínútna þögla mynd var fram leidd af Technicolor­fyrirtækinu sem stofnað var í Boston á öðrum áratugnum af Herbert Kalmus, Daniel Frost Comstock og W. Burton Wescott. Á árunum 1916 til 1922 þróaði fyrirtækið tvær aðferðir til að kvikmynda í lit en þegar leið að lokum þriðja áratugarins kynnti það til sögunnar þriðju aðferðina sem átti meðal annars að gera filmurnar endingarbetri og litríkari.5 Til að stað­ festa þetta réðst Kalmus í framleiðslu The Viking. Hann réð Jack Cunning­ ham til að skrifa handritið en hann hafði áður samið handrit að vinsælasta vestra þögla tímabilsins, The Covered Wagon (1923).6 The Viking reyndist vel heppnuð auglýsing fyrir nýja tækni Technicolor­fyrirtækisins. Það stóð hins vegar tvennt í vegi fyrir því að myndin slægi í gegn hjá áhorfendum, sagði Kalmus síðar: Í fyrsta lagi lenti hún í samkeppni við fyrstu talmyndirnar og í öðru lagi voru gerð þau mistök að hafa Leif heppna, sem Donald Crisp lék, með „langt, snúið yfirskegg, á meðan bandarískir áhorfendur vilja hafa hjarta knúsarana sína nýrakaða“.7 Í grunninn er The Viking sígild ástarsaga. Höfuðpersónurnar eru Helga, norsk uppeldissystir Leifs heppna sem er leikin af Pauline Starke, og Alwin, engilsaxneskur aðalsmaður sem víkingarnir hafa hneppt í þrældóm, en hann var leikinn af hinum skegglausa LeRoy Mason. Þau sigla með Leifi og mönnum hans til Grænlands og síðar Vínlands. Á leiðinni fella þau hugi saman og tekst að sigrast á þeim margháttuðu hindrunum sem standa í vegi fyrir hamingju þeirra. Leifur hefur sjálfur hugsað sér að giftast Helgu en hann skiptir um skoðun eftir að Alwin bjargar lífi hans og Helga opinberar ást sína til þrælsins. Þegar Leifur snýr aftur til Grænlands ílendast skötuhjúin í nýja heiminum, ásamt hluta af áhöfninni, og stofna þar evrópska nýlendu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.