Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 64
J ó n k a r l H e l g a S o n
64
til er þeir sáu Grænland og fjöll undir jöklum.“ 12 Ekki er þess getið í Græn-
lendinga sögu að Leifur hafi skírst til kristni, hvað þá kristnað Grænland, en
honum er vel borin sagan. Hann er sagður „mikill maður og sterkur, manna
skörulegastur að sjá, vitur maður og góður hófsmaður um alla hluti“.13
Persónuleiki Leifs í The Viking er í ágætu samræmi við Leif íslensku
fornritanna. Hann birtist í fyrsta sinn á hvíta tjaldinu meðal gesta í veislu
eða guðsþjónustu sem „Ólafur konungur, fyrsti kristni konungur Nor
egs“ stendur fyrir í skála sínum í Noregi.14 Hvítklæddir prestar lesa þar úr
ritningunni og skíra skeggjaðan víkingahöfðingja til kristinnar trúar. Leifur
situr álengdar ásamt tveimur mönnum öðrum. Hann er í hnésíðum kufli
með skikkju á öxlum, hefur sítt liðað hár og sitt snúna yfirskegg. Hann er
kynntur með nafni í skjátexta og sagður „þekktur á norðurslóðum fyrir afl
sitt, hugrekki og réttlætiskennd“.15 Fram kemur í spjalli hans við annan
sessunautinn að hann sé á leið til Grænlands en ætli einungis að sækja þangað
vistir, markmið hans er að kanna ókunn lönd sem liggi enn lengra í vestur. Í
samtali við konung skömmu síðar sýnir Leifur Ólafi kort þar sem Noregur,
Bretland, Ísland og Grænland eru dregin ónákvæmum dráttum en vestan
þeirra fellur hafið eins og foss fram af endimörkum heimskringlunnar. „Faðir
minn, Eiríkur rauði, fann Grænland … Það hljóta að vera önnur lönd handan
þess,“ segir Leifur með vísan til kortsins.16 Ólafur minnir hins vegar á þá trú
manna að endimörk heimsins liggi skammt vestan Grænlands og bætir við:
„Að sigla þangað og finna ný lönd – það væri nú ævintýri sem sæmdi þér,
Leifur.“17 Þá tekur konungur af sér hálsmen með stórum róðukrossi og hengir
um hálsinn á Leifi um leið hann segir: „Njóttu frægðar og frama á ferðum
þínum.“18 Þessi orð eru bergmál orðanna „muntu giftu til bera“ sem Ólafur
Tryggvason lætur falla í Eiríks sögu rauða. Munurinn er sá að í stað þess að
gera Leif út sem kristniboða til Grænlands veitir konungurinn áformum hans
um að kanna lönd í vestri kristilega blessun í kvikmyndinni.
iii
Beinn samanburður milli fornsagnanna og kvikmyndarinnar er út af fyrir
sig forvitnilegur en hann er þó fremur villandi ef ekki er tekið tillit til þeirra
milliheimilda sem Jack Cunningham studdist við þegar hann hóf að skrifa
handrit sitt að The Viking. Mikilvægust þeirra var skáldsagan The Thrall of
Leif the Lucky eftir Ottilie A. Liljencrantz, hálfþrítuga bandaríska skáldkonu
af sænskum ættum.19 Við undirbúning skrifa sinna kynnti hún sér margt það
sem skrifað hafði verið á ensku um Leif heppna og sporgöngumenn hans á
undangengnum árum og áratugum, þeirra á meðal verk eftir Rasmus Bjørn
Anderson, atorkusaman bandarískan fræðimann og þýðanda af norskum
ættum. Bók hans, America Not Discovered by Columbus (1874), lék stórt
hlutverk við kynningu fornra frásagna um Vínland vestanhafs. Meðal ann
arra heimilda sem Liljencrantz nýtti var The Viking Age (1899) eftir Paul du