Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 78
d av í ð H ö r g d a l S t e F á n S S o n
78
árið 1968, þar sem keppt var um að sigla einn síns liðs umhverfis hnöttinn.
Crowhurst var áhugasiglingamaður og freistaðist til þátttöku vegna ríflegs
verðlaunafjár, en hann var giftur, fjögurra barna faðir og fyrirtæki hans stóð
tæpt. Crowhurst áttaði sig fljótt á því að hann hefði hvorki getu né bátakost
til að sigra í keppninni og fór því að ljúga til um eigin framvindu með föls
uðum gögnum, myndum og orðsendingum í gegnum talstöð. Eftir að hafa
fengið ótal hamingjuóskir í gegnum talstöðina – þegar allt leit út fyrir að
hann myndi sigra – virðist Crowhurst hafa fengið bakþanka; um það vitna
ítarlegar skipsbókarfærslur hans og játningar á eigin gjörðum, skráðar niður
í taugaáfalli eða geðrofi sem leiddi að líkindum til þess að hann kastaði sér
fyrir borð og fannst aldrei.
Þetta er sterkur og áhugaverður efniviður, hlaðinn dramatík, og að sama
skapi forvitnilegur vegna tengingar við fyrri vangaveltur Jóhanns í Ford-
lândia um oflæti og ofurtrú mannsins á sjálfan sig. Donald Crowhurst og
Henry Ford passa báðir mjög vel inn í þá jöfnu, en eitthvað gerir að verkum
að hér er tónlist Jóhanns almennt rislítil og fókusinn veikur. Að hluta til
stafar þetta af því að tónlistin er samtíningur úr ýmsum áttum: Af 22 lögum
í myndinni eru tíu af eldri plötum Jóhanns (Orphée, Free The Mind, Copen-
hagen Dreams og Englabörnum) og fáar nýjar víddir er að finna í frumsömdu
lögunum. Sumt minnir á Sicario og annað á The Theory of Everything, en
almennt er hljómurinn holari og úrvinnslan grynnri.
Öðru máli gegnir um tónlistina úr Mary Magdalene með Rooney Mara og
Joaquin Phoenix í aðalhlutverkum, en meðhöfundur hennar er sellóleikarinn
og tónskáldið Hildur Guðnadóttir, helsta samstarfskona Jóhanns til margra
ára. Þar fer miklu heilsteyptara verk þar sem að mörgu leyti er sleginn nýr
tónn, þótt í grunninn sé mest unnið með fremur strípaða strengjatónlist.
Platan byrjar rólega með kunnuglegum stefjum og nær góðu flugi með
„Messiah“, mjúkri og angurværri tónsmíð þar sem frásögnin er nógu lokk
andi til að lifa sjálfstæðu lífi. Næsta lag, „The Goats“, er skyldast Sicario
með slagverki og drungalegum, drónandi hljómum; virkilega vel heppnuð
og skuggaleg tónsmíð. Á ferli sínum notaði Jóhann sjaldan hefðbundnar
söngraddir en á þessari plötu kemur vel í ljós að sú nálgun var vannýtt auð
lind; lögin „Ravine“ og „Crucifixion“ eru til marks um það og lokalagið,
„Resurrection“, er sérlega sterkt. Þar liggur söngurinn fyrst framarlega en
eftir því sem líður á lagið verður hann bjagaðri og meira tölvuunninn, eins
og Jóhanni einum var lagið. Mestu tónlistartíðindin á þessari glæsilegu plötu
felast líklega í laginu „Golgotha“, öflugum strengja og orgelbræðingi sem
nær miklum hæðum.
rokkhringnum lokað
Á heimsvísu verður Jóhanns Jóhannssonar alltaf minnst sem framsækins
tónskálds sem hafði varanleg áhrif á fremur staðnað listform, Hollywood