Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 78
d av í ð H ö r g d a l S t e F á n S S o n 78 árið 1968, þar sem keppt var um að sigla einn síns liðs umhverfis hnöttinn. Crowhurst var áhugasiglingamaður og freistaðist til þátttöku vegna ríflegs verðlaunafjár, en hann var giftur, fjögurra barna faðir og fyrirtæki hans stóð tæpt. Crowhurst áttaði sig fljótt á því að hann hefði hvorki getu né bátakost til að sigra í keppninni og fór því að ljúga til um eigin framvindu með föls­ uðum gögnum, myndum og orðsendingum í gegnum talstöð. Eftir að hafa fengið ótal hamingjuóskir í gegnum talstöðina – þegar allt leit út fyrir að hann myndi sigra – virðist Crowhurst hafa fengið bakþanka; um það vitna ítarlegar skipsbókarfærslur hans og játningar á eigin gjörðum, skráðar niður í taugaáfalli eða geðrofi sem leiddi að líkindum til þess að hann kastaði sér fyrir borð og fannst aldrei. Þetta er sterkur og áhugaverður efniviður, hlaðinn dramatík, og að sama skapi forvitnilegur vegna tengingar við fyrri vangaveltur Jóhanns í Ford- lândia um oflæti og ofurtrú mannsins á sjálfan sig. Donald Crowhurst og Henry Ford passa báðir mjög vel inn í þá jöfnu, en eitthvað gerir að verkum að hér er tónlist Jóhanns almennt rislítil og fókusinn veikur. Að hluta til stafar þetta af því að tónlistin er samtíningur úr ýmsum áttum: Af 22 lögum í myndinni eru tíu af eldri plötum Jóhanns (Orphée, Free The Mind, Copen- hagen Dreams og Englabörnum) og fáar nýjar víddir er að finna í frumsömdu lögunum. Sumt minnir á Sicario og annað á The Theory of Everything, en almennt er hljómurinn holari og úrvinnslan grynnri. Öðru máli gegnir um tónlistina úr Mary Magdalene með Rooney Mara og Joaquin Phoenix í aðalhlutverkum, en meðhöfundur hennar er sellóleikarinn og tónskáldið Hildur Guðnadóttir, helsta samstarfskona Jóhanns til margra ára. Þar fer miklu heilsteyptara verk þar sem að mörgu leyti er sleginn nýr tónn, þótt í grunninn sé mest unnið með fremur strípaða strengjatónlist. Platan byrjar rólega með kunnuglegum stefjum og nær góðu flugi með „Messiah“, mjúkri og angurværri tónsmíð þar sem frásögnin er nógu lokk­ andi til að lifa sjálfstæðu lífi. Næsta lag, „The Goats“, er skyldast Sicario með slagverki og drungalegum, drónandi hljómum; virkilega vel heppnuð og skuggaleg tónsmíð. Á ferli sínum notaði Jóhann sjaldan hefðbundnar söngraddir en á þessari plötu kemur vel í ljós að sú nálgun var vannýtt auð­ lind; lögin „Ravine“ og „Crucifixion“ eru til marks um það og lokalagið, „Resurrection“, er sérlega sterkt. Þar liggur söngurinn fyrst framarlega en eftir því sem líður á lagið verður hann bjagaðri og meira tölvuunninn, eins og Jóhanni einum var lagið. Mestu tónlistartíðindin á þessari glæsilegu plötu felast líklega í laginu „Golgotha“, öflugum strengja­ og orgelbræðingi sem nær miklum hæðum. rokkhringnum lokað Á heimsvísu verður Jóhanns Jóhannssonar alltaf minnst sem framsækins tónskálds sem hafði varanleg áhrif á fremur staðnað listform, Hollywood­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.