Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 79
S v i F i ð m e ð g U l l F r á S ó l U
79
kvikmyndatónlistina. En þótt rokkið hafi ekki verið áberandi þegar ferill
Jóhanns fór á verulegt flug var jaðarrokk upphafspunkturinn á ferli hans
og var aldrei langt undan. Í þessu ljósi er áhugavert að skoða síðustu kvik
myndatónlist Jóhanns úr hinni sérkennilegu en kynngimögnuðu Mandy eftir
Panos Cosmatos.
Öllu jöfnu einkennist tónlist Jóhanns af einhverju sem kalla mætti
„angistarfegurð“ þar sem tónlistin er uppfull af fallegum og tilfinninga
ríkum laglínum og hljómum, sem berjast um athygli við djúpan og harm
rænan hljóðheim og rafræna upplausn og bjögun. Þótt stöku lög hafi miðlað
aggressjón (t.d. í Sicario og Arrival) er þungamiðjan alltaf fegurð og mýkt,
aldrei væmin en mjög oft átakanlega falleg. Í Mandy bregður hins vegar svo
við að fegurðin er í farþegasætinu en draugalegt djöflaeitur leiðir för. Kvik
myndaunnendur biðu þessarar myndar með nokkurri eftirvæntingu í lok árs
2018; ekki aðeins var þetta síðasta kvikmyndatónlistin sem Jóhann Jóhanns
son samdi heldur hafði Cosmatos komið sér ærlega á kortið sem listrænn og
áræðinn leikstjóri með fyrstu mynd sinni, Beyond the Black Rainbow (2010).
Ekki minnkaði spennu og óvissustigið þegar fréttist að Nicolas Cage myndi
leika aðalhlutverkið, en árin þar á undan hafði hann annaðhvort leikið í
vandræðalegum hörmungamyndum eða stórkostlegum meistaraverkum.
Mandy fellur í síðari flokkinn, á því leikur enginn vafi. Ég var svo lán
samur að ná einni af örfáum sýningum á myndinni í Bíó Paradís og það er
upplifun sem gleymist seint. Red er hæglátur skógarhöggsmaður sem býr úti
í skógi ásamt Mandy, konu sinni, en hún ver sínum dögum við listsköpun og
lestur fantasíubóka. Samband þeirra er náið og fallegt, en leiðtogi sértrúar
hóps fær Mandy á heilann eftir að hafa séð hana á göngu í skóginum, gengið
brýst inn til parsins og endar á því að pynta og brenna Mandy fyrir framan
Red. Knúinn af heimagerðu LSD, vodka, kókaíni og djöfullegri hefndarheift
tekur Red til við að elta sértrúarhópinn uppi með sérsmíðaðri exi og vélsög;
blóðið vellur og geðveikin ágerist jafnt og þétt uns Red murkar lífið úr öllum
óvinum sínum og keyrir inn í sólarlagið með drauginn konu sína sér við hlið.
Mandy er hægfljótandi, litríkt, martraðarkennt og aggressívt listaverk; hel
reið inn í hyldýpi ofbeldis og geðveiki og á sama tíma óður til tíðarandans á
fyrri hluta níunda áratugarins, bæði í tæknibrellum, áferð, takti – og tónlist.
Myndin hefst á lokaorðum Douglas Roberts, sem var tekinn af lífi árið 2005
fyrir mannrán, nauðgun og morð: „When I die, bury me deep, lay two spea
kers at my feet, wrap some speakers around my head, and rock and roll me“.
Og það er einmitt það sem myndin gerir; hún hristir og veltir öllu um koll
og áhorfandanum eru engin grið gefin.
Myndin er knúin áfram af áferð, stemmningu og tóni, enda grunnsagan
einföld og stutt. Cage á stórleik ásamt öðrum leikurum, filteranotkun leik
stjóra og kvikmyndatökumanns er áberandi, en tónlist Jóhanns leikur að
minnsta kosti eitt aðalhlutverkanna og er nánast ómögulegt að ímynda sér
þessa mynd með annarri tónlist. Það sem er fréttnæmt er hversu ólík tón