Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 82
d av í ð H ö r g d a l S t e F á n S S o n 82 he has truly heard it, nor even that there is any such perfect music at all to be heard. Inevitably so, for if it exists, it is not for him in his littleness. But one thing is certain. Man himself, at the very least, is music, a brave theme that makes music also of its vast accompaniment, its matrix of storms and stars. Man him- self in his degree is eternally a beauty in the eternal form of things. It is very good to have been man. And so we may go forward together with laughter in our hearts, and peace, thankful for the past, and for our own courage. For we shall make after all a fair conclusion to this brief music that is man. – lokaorð skáldsögunnar Last and First Men eftir Olaf Stapledon Ef margt í höfundarverki Jóhanns Jóhannssonar einkennist af hægfljótandi massa er óhætt að segja að í kvikmyndinni Last and First Men nái massinn nýjum þéttleika. Og grunnurinn er ekki smár í sniðum: Framtíðarendalok mannkyns. Jóhann hafði lengi viljað gera stórt kvikmyndaverk en það var ekki fyrr en hann rakst á ljósmyndabók um Spomenik­minnisvarðana í fyrrum Júgóslavíu sem hugmyndin kom til hans, fullmótuð og tilbúin. Spomenik­minnisvarðarnir voru reistir í valdatíð Títós til minningar um síðari heimsstyrjöldina og baráttuna gegn fasisma. Þeim var ætlað að sam­ eina þjóðina í útópísku ríki Títós; af þeim sökum mátti ekki notast við neinar vísanir í trúarbrögð og því var bæði stuðst við nútímalega höggmyndalist (mínímalisma) og leitað í menningararfleifð Maya og Súmera. Á fimmtíu ára tímabili voru reistir þúsundir minnisvarða um alla Júgóslavíu, sumir mann­ hæðarháir en aðrir mikilfenglegir og á stærð við fimmtán hæða fjölbýlishús. Eftir að Júgóslavía liðaðist í sundur voru margir minnisvarðanna eyðilagðir en ótal þeirra standa þó enn. Jóhann ferðaðist í mánuð um fyrrum Júgó­ slavíu með 16 mm tökuvél ásamt norska kvikmyndatökumanninum Sturlu Brandth Grøvlen og útkoman er ójarðnesk skrásetning á þessum undarlegu höggmyndum. Markmiðið var að skrásetja eðli minnisvarðanna og láta undarlegar línur þeirra og fleti njóta sín, en slíta þá jafnframt úr samhengi við umhverfi sitt með því að beina tökuvélinni til himins eða taka upp í þoku og rökkri. Þegar tökum var lokið vildi Jóhann bæta nýju frásagnarlagi við myndina og leitaði fanga í gamalkunnugum vísindaskáldskap í skáldsögunni Star Maker eftir breska rithöfundinn Olaf Stapledon, sem aftur leiddi hann að Last and First Men, epískri vísindaskáldsögu Stapledons sem hefst á okkar tímum en fjallar um átján ólíkar gerðir mannkyns, tvo milljarða ára fram í tímann. Þarna var kominn efniviður sem rímaði vel við ójarðneskt og ósymm etrískt yfirbragð hinna júgóslavnesku höggmynda, sem margar hverjar líta út eins og geimskip eða byggingar úr öðru sólkerfi. Á meðan End of Summer er áhrifamikil í einfaldleika sínum er Last and First Men stórfengleg í víðáttu sinni; um þetta vitna umfjallanir gagnrýn­ enda, en Last and First Men var sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Manchester árið 2017, auk þess sem verkið var flutt í Barbican Center í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.