Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 89
o r ð U m m y n d l i S t 89 almenni áhorfandi virðist eiga erfitt með að skilja inntak þessara texta og að tengja þá við það sem blasir við honum í sýningarsölunum. Líkt og önnur orðræða mótast tungumál listarinnar af ríkjandi hugsun og menningu. Það er því vert að skoða hvaða hugsun, fræði og menning liggur að baki tungumáli listarinnar eins og það blasir við okkur í dag. Hvaðan koma orðin sem við notum til að tala um myndlist? aþjóðleg lista-enska Fyrirbærið International Art English öðlaðist heiti sitt í samnefndri grein eftir mannfræðinginn Alix Rule og listamanninn David Levine á vefmiðl­ inum Triple Canopy árið 2011. Ásetningur þeirra var að greina ákveðna orð­ ræðu innan myndlistar. Höfundar greinarinnar halda því fram að alþjóðlega lista­enskan sé sérstakt tungumál. Hún er ekki einungis fagtungumál, enda myndi það eitt og sér ekki nægja til þess að geta kallast eigið tungumál. Ein­ kenni alþjóðlegu lista­enskunnar eru ekki bundin við innihald heldur ná þau líka utan um formgerð tungumálsins. Uppruna alþjóðlegu lista­enskunnar er samkvæmt greinarhöfundum að finna hjá bandaríska listtímaritinu October sem var stofnað árið 1976 og gefið út af MIT Press. Ritstjórar tímaritsins vildu skapa fjarlægð frá gagnrýni samtímans sem byggði á formalisma að bandarískri hefð. Þeir vildu innlima meginlandsheimspeki í gagnrýnishefðina og stóð tímaritið að því að þýða og kynna franska póststrúktúralíska texta fyrir lesendum. Þessi nýja áhersla í listgagnrýni hafði gríðarleg áhrif á túlkun listaverka, þróun listsköpunar og breytti því hvernig skrif um listir hljómuðu. Tungumál, götumál, fagmál og myndmál sameinar bæði og aðgreinir. Það á sömuleiðis við um alþjóðlegu lista­enskuna. Listamenn, galleristar, safna­ og sýningarstjórar og allir þeir sem tilheyra alþjóðlegum listheimi reiða sig á lista­enskuna því hún einfaldar samskipti og skilning í því alþjóðlega umhverfi sem listheimurinn er. En í tungumálinu býr líka aðgreiningartæki. Breski listamaðurinn Grayson Perry hefur gaman af því að afhjúpa og leika sér með valdakerfi listheimsins. Hann lýsir þessu þannig að alvarleikinn (e. seriousness) sé dýrmætasti gjaldmiðillinn í listheiminum. Því alvarlegri sem ásetningur listamannsins er þeim mun verðmætara er verkið. Sá sem hefur vald til að skilgreina mikilvægi listaverka er fyrir vikið mikils metinn innan listheimsins. Þess vegna verður lista­enskan að hljóma alvarlega. Lista­ enskan má þó ekki hljóma of fræðilega og fyrir því er ákveðin ástæða. Franski félagsvísindamaðurinn Pierre Bourdieu sagði að andstætt því sem hann kallaði „hugmyndafræði persónutöfranna“, sem álítur góðan smekk meðfædda náttúrugáfu, þá leiði vísindalegar athuganir í ljós að smekkur er lærð hegðun. Samkvæmt Bourdieu er ráðandi skilgreining á viðurkenndri menningu hverju sinni hliðholl þeim sem hafa öðlast aðgang að henni á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.