Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 107
m e ð a l a d d í n S a n d a í S l e n S k U n n a r í v e S t i S va S a n U m 107 huga þínum og þar með á objectunum, en Gröndals fimbul­regin­jörmun­galdra­ gargans­subjectivitet gefur hverju meinlausu og almennilegu objecti glóðarauga og síðan ekki söguna meir. En andskoti er Grönsi genial. „… nema nokkur tár …“ Matthías víkur síðan að Jóni Thoroddsen sýslumanni og skáldi en ræðir hann betur tveimur árum síðar í forvitnilegu bréfi frá 30. mars 1867 ekki síst vegna frásagnar af Þóreyju móður Jóns og eftirminnilegum ummælum hennar. Hér ber að hafa í huga að þeir Matthías og Jón höfðu átt í deilum: Thoroddsen veslingur er á rassinum. Það hefur mér alltaf þótt eitthvað undarlegt hvað Th. stundum hefir tekist að yrkja, svo andlega stirð skepna, sem mér ætíð hefur sýnst hann vera, – hikandi og circumspect og andagiftarlítill; – allt að einu hefur þó karlinn næstum því brillierað á sínum tíma – t.a.m. Bárður á Búrfelli – draum­ kvæðið – hans epigrömm sum etc. Hann hefur, eins og þú segir, ekki lítið talent til að rita „smávegis klassiskt“ – ef þú skilur hvað ég meina: það er hann hefur virtuositet til að fella saman form og efni – þó ekki nema við og við og með yfirlegu. Samt get ég ekki neitað honum um snefil af nokkurskonar íslensku eða norrænu genialiteti sem íslendingar oft erfa eftir mæður sínar, og ég get ekki vel sagt hvað það er, samanber drama Sigríðar í Pilti og Stúlku. Hjá móður Thoroddsens, gömlu Þóreyju, voru eitt sinn hjú sem höfðu lofast hvort öðru og áttu barn saman, en áður stúlkan væri orðin heil, reif mannfýlan sig burt úr vistinni og sagði stúlkunni upp. Þórey fór þá til og fékk honum föt hans og rýjur, sem stúlkan hafði undir höndum, og þegar þrællinn hefur tekið á móti öllum pjönkum sínum segir Þórey með alla hægðina: „Nú veit ég ekki til að þú eigir hér meira, nema nokkur tár, og geta þau komið til skila seinna!“ Þetta kalla ég genialitet (eða genialt instinct) íslenskrar konu sem annars er tregt um gáfur. Matthías hafði engin ráð til að sigla og verða menntamaður í Kaupmanna­ höfn heldur varð prestur á Kjalarnesi á Móum, þar sem kjúklingarnir verða til nú á dögum. Í apríl 1869 skrifar hann vini sínum þaðan og er í miklum ham, býsna hróðugur, búinn að ná fullu valdi á enskunni og fer með frægustu ræðu Macbeths yfir vini sínum sem áður hefur þýtt Lé konung og til þessa staðið framar þeim tveimur í Shakespearefræðum. Bréfið er feiknarlega langt og við lítum aðeins á brot úr því en þess má geta að sá kláði sem minnst er á var fjárkláðinn svonefndi, illskæð pest í sauðfé sem varð til þess að menn þurftu að skera bústofn sinn í stórum stíl. Bréfið sveiflast frá bulli og yfir í blíðlega alvöru og er gott dæmi um stílsnilld Matthíasar. Nú er morguninn kominn! Guði sé lof og gefi okkur hann góðan og glaðan! „Á morgun – þetta á morgun og á morgun, sér mjakar svona áfram dag frá degi, uns tímans bók er stöfuð öll til enda, og öll í gærdag lýstu fáráðlingum, æ lengra og lengra fram að dauðans djúpi“. Macbeth. „Svo, slokkna, slokkna, lítt logandi skar! Vort líf er tómur frambröltandi skuggi, eitt leikaragrey, sem lætur eins og skrípi, um litla stund, og heyrist aldrei framar, eitt æfintýr, sem einhver bjáni bullar, af busli
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.