Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 116
H U g v e k J U r 116 góðu hugviti hve vel hann var að sér í fornum og nýjum bókmenntum og sögu – og þá ekki síst í Biblíunni. Margur tók eftir því að Magnús vitnaði oftar í Jesú frá Nasaret en frumkvöðla marxismans. Ég heyrði hann reyndar hrósa sér af því í vinsamlegu karpi við Sverri Kristjáns­ son að eitt hefði hann þó fram yfir sagnfræðinginn margfróða: „Ég er Bibl­ íufastari en þú!“ Einu sinni þegar við Magnús stóðum saman kvöldvakt á blaðinu sagði hann mér frá því hvernig á því stóð. Eins og reyndar furðu margir veraldlegir róttæklingar á minni tíð hafði hann tekið sinn kristindóm mjög alvarlega þegar hann var barn. Magnús sagði mér að hann hefði ungur strákur sótt fundi hjá KFUM af miklu kappi. Honum þótti það ekki nóg því hann stofnaði ásamt nokkrum drengjum les­ hring: strákarnir hlóðu sér kapellu úti í hrauni við Hafnarfjörð og lásu þar í Biblíunni á kvöldin. „En svo kom að því,“ sagði Magnús, „að ég gekk upp í eldri deild í KFUM og þá fór séra Friðrik að lesa yfir okkur um þjóðfélagið og var svo neikvæður gagn­ vart þeirri jafnaðarstefnu sem ég hafði kynnst heima hjá mér að leiðir skildu með þeim félagsskap.“ Mér finnst reyndar að furðu oft skíni í gegn hjá Magnúsi tengsl við tvo læri­ meistara: annars vegar Jesúm frá Nas­ aret og hins vegar Jón Helgason skáld og prófessor í Kaupmannahöfn sem Magn­ ús umgekkst mikið á stríðsárunum þegar hann var ungur stúdent innlyksa í Danmörku undir þýsku hernámi. Þar á ég í einkum við þann Krist sem segir mönnum til syndanna – stundum er sem ádrepuhöfundurinn Magnús vilji á sinn hátt endurtaka það sem gerðist þegar „ofstopamaður suður í Gyðinga­ landi hratt um borðum heiðarlegra kaupsýslumanna í helgidómnum og rak þá sjálfa út með kaðalsvipu“ – eins og hann segir í einum pistli sínum. Það er eitthvað líkt með Magnúsi í þessum ham og Jóni Vídalín, Lúther, eða ein­ hverjum öðrum herskáum mótmælanda sem ræðst á valdsherra eða páfakirkjuna fyrir að gleyma réttlætinu en leggja sig eftir glæsihöllum og ytra prjáli. Áhrifin frá Jóni Helgasyni komu svo helst fram í því hvernig Magnús skildi sjálfstæðis­ mál Íslendinga. Hann hreifst af því að heyra Jón lesa yfir gestum sínum dæmi um „yfirborðsmennsku, hégóma og loddaralæti sem honum fannst um of einkenna íslenskt þjóðfélag.“ Hann bætti við í viðtali frá síðasta starfsári sínu á Þjóðviljanum: „Ég hugsaði um það sjálf­ stæði sem Jón Helgason brýndi fyrir mér forðum ekki sem form, hégómaskap og tilfinningasemi, heldur að þjóðin sannaði í verki að hún kynni að nota sjálfstæðið til að koma á fegurra mann­ lífi hér en í heiminum umhverfis. Þessi hugsun hefur orðið mér lykill til að meta öll mál.“ Það voru einmitt sjálfstæðismálin sem í upphafi fengu Magnús til að ganga til liðs við Þjóðviljann þegar hann var nýkominn heim eftir stríð og Banda­ ríkjamenn fóru fram á herstöðvar á Íslandi til 99 ára. Það var Kristinn E. Andrésson sem hálfvegis plataði Magn­ ús í ritstjórastól blaðsins þar sem hann hafði sjálfur setið en vildi einbeita sér að vinnu fyrir Mál og menningu. Ekkja Magnúsar, Kristrún, sagði mér að ekki hefðu allir gamlir sósíalistar verið hrifnir af því að fá „þennan kratastrák“ að blaðinu – en Magnús var eins og margir vita, sonur Kjartans Ólafssonar, eðalkrata úr Hafnarfirði. En þær raddir þögnuðu fljótt þegar menn sáu hvílíkan snilldarpenna þeir höfðu eignast. Magnús hafði stýrt blaðinu í rösklega fimmtán ár þegar ég hóf þar störf hausið 1962. Ég man vel daginn þegar ég kom
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.