Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 120
U m S a g n i r U m B æ k U r 120 Maríanna Clara Lúthersdóttir Trúin á skáldskapinn Hallgrímur Helgason: Sextíu kíló af sól- skini. Jpv útgáfa, 2018. 461 bls. Það er óhætt að segja að Hallgrímur Helgason slái nýjan tón í skáldsögu sinni Sextíu kíló af sólskini en raunar virðast merkilega margir ólíkir tónar rúmast í höfundarverki hans. Hér erum við svo sannarlega ekki sjóveik í Münc­ hen, ekki á Hellu, ekki í Roklandi og allra síst að þvælast um 101 Reykjavík. Hér segir frá Segulfirði, frá sauðsvörtum almúganum og borgarastétt í fæðingu á síðustu árum hákarlaveiðanna og frum­ bernsku síldarævintýrsins um aldamót­ in 1900. Þessi breyting frá stórum fisk yfir í lítinn virðist kannski ekki svo mikil en markar þó gríðarstór tímamót í sögu þjóðarinnar og er (ásamt heims­ styrjöldinni síðari) kannski stærsta skref þjóðarinnar inn í nýja öld og nýtt líf, bæði menningarlegt og efnahagslegt. Segulfjörður fer ekki leynt með tengsl sín við Siglufjörð og nálægar sveitir en tekur upp áðurnefnt sviðsnafn til að öðlast nauðsynlegt skáldlegt frelsi frá sögulegri nákvæmni. Við kynnumst drengnum Gesti, Eilífi föður hans og litríku mannlífinu í kringum Segulfjörð þar sem lífsbaráttan er svo hörð að Elífur hrósar happi þegar hann er dæmdur í fangelsisvist því þá kemst hann loks burt úr þessum hataða firði: „Fyrir slíkum manni hljómaði tugthúsdómur, með tilheyrandi siglingu suður í höfuðstaðinn, nánast eins og hnattferð. Sökum ísalaga reyndist þó ekki unnt að fullnusta dóminn þann vetur og veturinn á eftir fékk hann engin boð.“ (21) Á þessum tíma lifir vistarbandið góðu lífi og vinnuhjú mega almennt ekki ferðast, giftast eða eignast börn, Eilífi tekst þó að afreka hjónaband og börn en hvort tveggja er hrifið frá honum og svo er hann sendur í dauðann án þess að hafa nokkurn tímann reynt þann lúxus að komast suður í fangelsi. Þegar sagan hefst er þjóðfélagið svo staðnað, svo frosið í stellingum síðustu þúsund ára, að það megnar ekki að taka á móti nýjum tímum. Hér er síldin ekki veidd þótt hún ólmist í f læðarmálinu og fólk svelti. En það er ekki bara silfur hafsins sem Íslendingar kunna ekki að meta, alþýðan fúlsar líka við beinhörð­ um peningum, hefur ekkert við slíkt að gera. Bóndi slær vinnukonu sem kemur með daglaunin af síldarplaninu og kast­ ar seðlunum, sármóðgaður. Norðmenn­ irnir þurfa nefnilega ekki bara að koma með síldina, timbrið og verkvitið – ekki síst koma þeir með framkvæmdaorkuna, kraftinn til breytinga. Biblían og annar skáldskapur Þetta er epískt verk, bæði í þeim skiln­ ingi að stór saga er sögð, saga fjölskyldu, saga byggðarlags, jafnvel saga þjóðar, en einnig í uppbyggingu og formi. Skáld­ sögunni er skipt í „bækur“ eins og Biblí­ unni og fyrsta bók nefnist: Úr skafli ertu kominn, sem aftur kallar fram tengsl við sköpunarsöguna. Fyrsti kafli fyrstu bókar undirstrikar þetta enn: Adam á ísbreiðunni. Okkar Adam, hinn ranglega nefndi Eilífur, var nefnilega aldrei í Paradís. Hann var borinn og u m s a g n i r u m B æ k u r
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.