Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 121
U m S a g n i r U m B æ k U r 121 barnfæddur á Segulfirði og dó þar líka eftir mislukkaða tilraun til að komast til þeirrar einu Paradísar sem í boði var, Ameríku. Okkar Adam hefur þar að auki misst sína Evu áður en sagan hefst. Hún og dóttir þeirra eru grafnar undir snjóflóði því er grandað hefur bænum og öllum hans jarðnesku eigum fyrir utan einkasoninn og kvíguna Helgu. Ekki fékk Eilífur neina vísbendingu eða guðlegt orð í eyra frá skapara sínum til að forðast þessi grimmu örlög og hann hefur sennilega haft á tilfinningunni, eins og lesandinn, að guð hafi lítinn tíma haft fyrir fátækt fólk á Íslandi um þarsíðustu aldamót. En upphaf skáldsögunnar kallar ekki bara fram hugrenningatengsl við Biblí­ una heldur ekki síður við Halldór Lax­ ness og á vissan hátt er eins Hallgrímur sé að kinka kolli til Nóbelskáldsins í fyrstu köflunum. Þannig minna t.d. harmræn en kómísk samskipti kotbónd­ ans Eilífs við yfirvaldið á samskipti Jóns Hreggviðssonar við yfirvaldið í Íslands- klukkunni – þótt bæði séu meintir glæpir og persónurnar gjörólíkar. Það er fremur hinn kómíski stíll sem notaður er til að tjá gjörsamlega óviðunandi og óbærilegt ástand sem kallar fram tengsl­ in. Þetta kann Hallgrímur afbragðsvel svo ítrekað eru hrollkaldar staðreyndir settar í búning ýkja og kómíkur án þess þó að þetta dragi úr harminum sem býr undir eða að breyskar persónurnar missi samúð og reisn. Biblían er aftur í baksýn þegar höf­ undur leiðir fram á sjónarsviðið þrjá misskilda spámenn sem tala tungum og kirkju sem svo ofbýður guðleysið í bænum að hún tekst á loft í vonskuveðri og reynir mögulega að rata aftur heim til skaparans um leið og hún býr einum spámanninum vota gröf. Plássið er eftir það kirkjulaust, flestum að meinalausu, þar til norðmennirnir koma. Þeim finnst óhugsandi að búa án guðs húss og á undraskömmum tíma byggja þeir heila kirkju – í óþökk prestsins sem hafði feginn kvatt guðshúsið og með því flestar skyldur sínar. Hann gat þá farið að sinna sínum raunverulegu hugðar­ efnum, að safna þjóðlögum. Eins og fjörðurinn sjálfur og nokkur fyrirmenni á presturinn sér stoð í raunveruleikan­ um en það mun vera Bjarni Þorsteins­ son, prestur og tónskáld sem vann það afrek að safna saman og gefa út fjölmörg íslensk þjóðlög og þjóðvísur sem annars hefðu án efa glatast. Lítið fer sem sagt fyrir hinum þríeina guði en á móti kemur að Gestur hinn ungi er þrífeðra. Sigurlás frá Ytri­ Skriðu, þriðji faðir Gests, er ekki hallur undir guðssoninn. Lási er skáld og þrátt fyrir að hafa nánast enga möguleika til að vökva það blóm tekst honum að lifa fyrir skáldskapinn – sinn og annarra. Gagnrýni hans á kristindóminn reynist líka fyrst og fremst vera af bókmennta­ fræðilegum toga – honum þykir drama­ tískri uppbyggingu í sögu frelsarans ábótavant: „Sko. Kristssögu skortir nán­ ast allt sem Egilssögu prýðir. Það er helst að krossfestingin nái máli en hún er helstil langdregin og vantar bæði blóð og ofsa. Og þarna eru glötuð tækifæri hjá höfundinum því í stað þess að Faðir­ inn yrki sitt Sonartorrek eða Sonurinn sína Höfuðlausn hjaðnar þetta út í eitt­ hvert bölvað píslargól …“ (67–68). Sam­ kvæmt þessu hefði Lási sennilega verið dús við skáldsögu þá sem hann er stadd­ ur í því þar skortir sannarlega ekki dramatísk örlög, upprisu lífs né skelfi­ lega dauðdaga. Þarna kristallast sú stað­ reynd að hetjur og andhetjur Íslend­ ingasagnanna hafa löngum staðið þess­ ari þjóð nær en frelsarinn og Íslending­ ar, þegar að er gáð, hafa raunar fremur verið trúaðir í orði en á borði. Elskan á sagnalistinni líkamnast í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.