Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Qupperneq 123

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Qupperneq 123
U m S a g n i r U m B æ k U r 123 Myndlistarmaðurinn Hallgrímur málar hér með breiðum penslum og sterkum litum og stundum eru lýsingarnar gró­ teskar þar sem tannleysi, útvöxtur og vessar, líkamar afskræmdir af vosbúð, veikindum og elli, lifna fyrir augum les­ andans. Það sama á við um geðslag per­ sóna sem ná þó ótrúlegt en satt að vera fullkomlega trúverðugar, þrátt fyrir stærð sína. Það má kallast afrek að ekk­ ert mannhatur virðist þrífast í þessum breiðu dráttum, þvert á móti er eins og höfundi sé hlýtt til f lestra persóna og verður lesandanum það sömuleiðis. Það er þó aldeilis ekki af því hér flæði góð­ mennskan og almennilegheitin, þvert á móti lýsir höfundur hörðum og oft grimmum heimi, en þar rúmast þó einnig hlýja í bland við hörkuna. Gott dæmi um það eru feður Gests, sérstak­ lega tveir síðari; kaupmaðurinn Kaupa­ kabbi, svo nefndur af Gesti, og Lási í Skriðu. Eftir að Kaupakabbi hrekur Eilíf föður Gests út í opinn dauðann á Hákarlaskipinu elur hann litla drenginn upp sem sinn eigin og leggur raunveru­ lega ást á barnið. Á einhvern sérkenni­ legan hátt fordæmir fyrri verknaðurinn ekki þann seinni – án þess þó að sá síð­ ari nái að bæta fyrir þann fyrri. Miklu fremur er þetta lýsandi fyrir þær þver­ sagnir sem rúmast í manneskjum. Hér eru í raun engin gegnheil illmenni þótt margir komi skelfilega fram við sína minnstu bræður – og að sama skapi er enginn án breyskleika. Lási er mætur maður, trúr sínum gamla félaga Eilífi og elskar drenginn hans, en engu að síður er hann tilbúinn til að láta bera út lausa­ leiksbarn sitt, fórna því og ekki síður móður þess fyrir eigin heimilisfrið. Þjóðarsálin skrásett Í upphafi er sögusviðið snævi þakið, hvítt eins og óskrifað blað og á það blað skrifar Hallgrímur þessa mögnuðu sögu og skrifar meira að segja lesandann sjálfan inn í hana. Við komum þarna fyrir, með bókina í hendi, í öruggri fjar­ lægð frá dramatískri atburðarásinni, frá sorginni sem innan stundar hellist yfir Eilíf, frá óréttlæti þessa heims sem virð­ ist svo óralangt í burtu en er það þó ekki. Rétt hundrað ár skilja okkur frá þessum heimi sem virðist þó mun nær Íslendingasögunum en nútímanum. En það eru ekki árin sem marka hyldýpið sem skilur að heldur menning og efna­ hagur. Stundum kallast kómískar en hryllilegar aðstæður alþýðunnar örlítið á við nútímann, eins og þegar kaupmað­ urinn á erfitt með að svara því hvað kílóið af hveiti kosti: „Hér afhjúpaðist íslenska geðþóttahagkerfið, sá síbreyti­ legi skýjaflóki. Íslendingar voru þraut­ góðir og útsjónarsamir, hjálpsamir flest­ ir og reddingasamir, allra þjóða bestir í að bregðast við óvæntum aðstæðum, en fátt kvaldi þá meira en fastar stærðir, vel undirbúnar ákvarðanir, gerðir samning­ ar og fastmótaðar áætlanir […] En kannski var þetta allt saman skáld­ skapnum að kenna, þessu sérkennilega fyrirbæri sem aðrar þjóðir umbáru en Íslendingar tignuðu. Því hér voru jafnvel grunnstærðir hagkerfisins, verð á hveiti, kjöti og víni, skáldaðar, uppdigtaðar, afstæðar – háðar því sem andinn blés í brjóst.“ (93–94) Þannig ber bókina sífellt að sama brunni – að skáldskapnum sem virðist vera okkar leiðarljós – til góðs eða ills. Hallgrímur nær að beisla tungumálið sem á stundum hefur hlaupið frá honum í fyrri bókum en engu að síður geysar það hér hraðar og harðar en nokkru sinni fyrr. Hann ber, eins og alltaf, hæfi­ lega virðingu fyrir eigin efni og hræðist aldrei að rífa niður fegurðina jafnóðum og hann skapar hana, að grafa undan myndum sem hann dregur upp, að klessa vísunum í nútímann beint á þjóð­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.