Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Qupperneq 124

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Qupperneq 124
U m S a g n i r U m B æ k U r 124 legar helgimyndir. Hann notar heilt yfir gamalt orðfæri, engin orð sem urðu til eftir 1910 nema þegar hann mjög með­ vitað hendir einhverju fram eins og til að minna okkur harkalega á nútímann. Og þetta gengur fullkomlega upp. Þegar best tekst til nær Hallgrímur að fanga fáránleika og fegurð á sama augnabliki og sýna okkur hluti og aðstæður í nýju ljósi. Með því að kalla fram á síðurnar öreiga og eignafólk á hjara veraldar um aldamótin 1900 er Hallgrímur eftir allt saman kannski að reyna að kryfja hina undarlegu íslensku þjóðarsál, sem elskar skáldskapinn en fyrirlítur skáldin, sem úthúðar auðvaldinu en myndi aldrei kollvarpa því, sem elskar nýja hluti en fordæmir nýjar hugmyndir. Þjóð sem svalt heilu hungri með slímgrautinn sinn á meðan síldin ólmaðist í alsilfruð­ um sjó allt í kring um landið. Þjóð sem virðist svo oft sjálfri sér verst, sem bjó við svo mikinn harm og óblíða náttúru að eiginlega er óskiljanlegt að nokkur hafi tórt inn í 20. öldina. Mótsagnirnar í manneskjunum æpa á mann af síðum bókarinnar og æsa lesandann upp svo hann langar helst til að löðrunga þessa þrjósku vitleysinga. En um leið er ekki annað hægt en að dást að þrautseigj­ unni, aðlögunarhæfninni og dugnaðin­ um. Kannski er dugnaðurinn eftir allt okkar stærsti kostur og helsti löstur, það sem heldur í okkur lífinu en heftir okkur um leið. Hallgrímur byrjar með hvíta auðn en endar með litríkt samfélag sem fyllir upp í hugskot lesandans og neitar að hverfa þaðan. Þetta er heimur sem tekur sögurnar fram yfir trúar­ brögðin en dugnaðinn fram yfir allt. Silja Aðalsteinsdóttir Hvað sem er getur orðið að kláða Fríða ísberg: Kláði. partus 2018. 197 bls. Skýringin á óvæntu heitinu á smásagna­ safni Fríðu Ísberg, Kláði, fæst í síðustu sögunni, „Undanhlaupi“, sem birtist reyndar fyrst í þessu tímariti í fyrra (TMM 2 2018): „En svo er hitt,“ segir kerlingin á neðri hæðinni við sögukonu, „að hvað sem er getur orðið að kláða og í þínu tilfelli er það sorgin. Þú viðheldur henni bara með því að vera sífellt að fikta í henni. Það er skammtímalausn að klóra sér. Láttu kláðann í friði þangað til hann er hættur að angra þig.“ Það er einmitt þetta sem persónur sagnanna eiga margar hverjar svo erfitt með. Þær festast í umhugsun um það sem pirrar þær en sjaldnast fáum við að vita hvernig endirinn verður. Sögurnar verða í heild eins konar rannsókn á þeim mörkum sem fólk setur gagnvart sínum nánustu; hvað þolum við þeim og hvað ekki. Rannsakendur Fríðu eru fólk af báðum kynjum og á ólíkum aldri sem segir frá ýmist í fyrstu eða þriðju per­ sónu en flestar sögurnar (tíu af fjórtán) hafa stúlku eða unga konu í sögu­ mannshlutverki. Mörkin snerta oftast samskipti kynjanna. ljósakrónan dinglar til og frá Fyrsta sagan, „Ljósakrónan“, er sögð í fyrstu persónu fleirtölu frá sjónarhorni miðaldra hjóna. Aldrei kemur fram hvort þeirra segir söguna en það sem sögumaður tekur eftir – það sem hann „sér“ – finnst mér frekar tengjast kven­ legri sýn, sjá til dæmis lýsingu á tengda­ dótturinni á bls. 11: „Hún leit út eins og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.