Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Qupperneq 125

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Qupperneq 125
U m S a g n i r U m B æ k U r 125 frönsk leikkona; í fallegum hnepptum kjól úr hör, þykkt hárið bundið í snúð, viðbeinin framstæð, hálsinn langur og brothættur eins og á klukkublómi.“ Sagan fjallar um ergelsi hjónanna yfir sambúð með syninum og kærustu hans. Unga fólkið tekur ekkert tillit til eldra fólksins, kærir sig kollótt þótt húsið endurómi af dynkjum og stunum þegar þau elskast. Svo er kærastan svo berorð að jaðrar við klám! Sögumaður fær útrás við að niðurlægja unga fólkið í huganum/frásögninni, en myndi aldrei segja neitt af því upphátt, hjónunum er í mun að missa ekki sambandið við son­ inn. Frábær og launfyndin lýsing á ill­ þolandi ástandi sem ekki sér fyrir end­ ann á þegar sögu lýkur. Afar berorð og blátt áfram ung kona er líka persóna í næstu sögu, „Að kúga eða kúgast“. Þar segir ungur maður frá og höfundur gengur vísindalega til verks. Ég hef ekki áður lesið eins nákvæma og afhjúpandi lýsingu á hegð­ unareinkennum fólks og getur lesandi skemmt sér við að máta sig við þau. Ungi maðurinn er í sambandi við kær­ ustu númer þrjú og hún skorar framan af vel í samanburði við hinar fyrri. Hún er hreinskiptin og tilgerðarlaus og hann er orðinn vongóður um að sambandið muni endast. En þegar þau fara að búa saman koma skekkjumörkin í ljós og listinn er laaangur – á báða bóga! Kló­ settmúrinn verður erfiður yfirferðar og endanleg mörk hans reynast liggja við að pissa í sturtunni. Í „Dúkku“ eru mörkin skoðuð frá sjónarhóli ungrar konu. Henni bregður í brún þegar hún finnur klám í tölvu sambýlingsins og finnst það vera svik við sig. En málið reynist ekki alveg svo einfalt. Sambúðarvandamál eru líka könnuð í „Einmitt“ en þar eru sambýlingar tveir ungir karlmenn, Ingi og Siggi. Siggi hefur tekið líf sitt yfir á næsta stig þegar við hittum hann, eignast konu og barn, en skilið Inga eftir í einbýlinu og van­ þroskanum. Lýsingin á því hvernig Siggi togast milli saknaðar eftir áhyggjuleysi yngri ára og yfirþyrmandi andstyggðar á gamla sambýlinu er skýr og þó marg­ slungin. Í „Fingri“ er sögukona á leið til kær­ astans til að segja honum upp – hún getur ekki vanist lyktinni af honum. Við erum á leiðinni til hans með henni og hún er að æfa sig á því sem hún ætlar að segja við hann. Inn á milli talar hún við umferðina í kringum sig og við mömmu sína í síma svo úr verður skemmtilega óreiðukennt eintal/samtal. Sögukona og Indriði eru hætt saman í „Bláum dögum“, foreldrum hennar til mikillar gremju. Þrýstingur frá foreldr­ um varðandi sambúð og/eða framtíð­ aráætlanir barna sinna kemur víðar fyrir í bókinni en þessi saga er meira um ráðaleysi sögukonu sem vinnur á Grund og veit ekki hvað hún á að gera við líf sitt. Hún sér mann í Sorpu sem hana fer að dreyma dagdrauma um og kannski er endirinn á þeirri sögu rómantískur. Ef svo er þá er það eini votturinn af rómantík í Kláða. Það má hlæja eins og hafið Nokkrar sögur birta myndir úr lífi ungra kvenna í reykvískum samtíma. Þar er „Heim“ mest sláandi, saga í ann­ arri persónu um týpíska stelpu á leið heim að næturlagi, labbandi. Þetta er hress stelpa sem lætur ekki „hálfan bjór fara til spillis þó svo að vinir þínir séu á heimleið, eða þótt djammfélagi þinn hafi fundið sér viðeigandi skyndikynni.“ (37) Lýsingin á því hvernig hún býr sér til gaddakylfu úr húslyklunum er í senn átakanleg og fyndin. Ætti hún að hringja í mömmu sína sér til halds og trausts? Mamma myndi skilja það. „Aft­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.