Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 128

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 128
U m S a g n i r U m B æ k U r 128 að allt sem væri til myndi molna niður og hverfa. Stundum komu tímabil þar sem mig hætti alveg að dreyma. Þá var samt ekki eins og martraðirnar hyrfu, það var frekar eins og þær sveimuðu yfir mér. (13) Daníel dreymir sem sagt yfirleitt mikið og draumar hans eru myrkir og erfiðir. Samt sem áður stafar mest hætta af þeim tímabilum sem hann dreymir lítið, því þá smjúga draumarnir inn í hið dag­ lega líf. Daníel glímir við svefnleysi og er þess vegna byrjaður að drekka kaffi, sem hann hafði ekki gert áður, til að sigrast á þreytunni. Honum finnst kaffidrykkjan vera áhugaverð persónuleg tilraun: „það var líka notaleg tilhugsun að breyta per­ sónuleika mínum að einhverju leyti. Ég yrði kaffidrykkjumaður.“ (17) Tilraunin virðist vera að virka, jafn­ vel einum of vel. Þegar hann fær símtal­ ið undarlega frá Tryggva er hann furðu lostinn. Hann veltir fyrir sér hvort þetta kynni að vera hrekkur eða skakkt númer. Að lokum skýtur öðrum og ískyggilegri möguleika niður í kollinn á honum: að hann sé í raun orðinn annar maður, „eftir að hafa ákveðið þetta með kaffið.“ (20) Á fyrstu blaðsíðunum er sem sagt margoft ítrekað að sambandið milli þess raunverulega og óraunverulega sé við­ kvæmt og óljóst; Daníel á bágt með að greina þarna á milli. Lesandi má því búast við því að eiga í sams konar erfið­ leikum og ætti að varast að gera ráð fyrir að nokkur skapaður hlutur sem á sér stað í sögunni sé raunverulegur. Fegurðin er sár Í þriðju seríu af bandarísku sjónvarps­ þáttunum 30 Rock er þáttur sem nefnist „The Bubble“. Í honum kynnist Liz Lemon, aðalpersóna þáttanna, einstak­ lega myndarlegum og einhleypum lækni. Hún verður ólm í að klófesta hann, þar sem hann virðist vera draumamaðurinn. Eftir því sem þau kynnast betur kemur hins vegar í ljós að læknirinn fagri er bæði heimskur og lélegur í nánast öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann gerir sér samt enga grein fyrir þessu og telur að hann skari fram úr á flestum sviðum, viðbrögð almennings við öllu sem hann gerir eru undantekningarlaust jákvæð, en það er einungis vegna þess að allir hrífast af fegurð hans. Hann lifir því í algjörri loftbólu, þar sem ekkert mótlæti fyrir­ finnst. Læknirinn hefur hlotið stærstu forgjöf í lífinu sem hægt er að fá; yfir­ borðslega fegurð. Fyrir vikið er líf hans auðveldara á flestan hátt en fórnar­ kostnaðurinn er sá að hann er haldinn ranghugmyndum. Þar sem að 30 Rock er gamanþáttur er þetta að sjálfsögðu sett fram í mjög kómísku ljósi. Í Krossfiskum er tekist á við skugga­ legri hliðar þessa fegurðarvanda. Daníel er mjög fallegur og fólk laðast að honum en ef til vill á yfirborðslegum forsendum og það kynnist honum ekki almenni­ lega. Hann gerir líka ráð fyrir að fólk nálgist hann ekki af einlægni og reisir því varnarmúra í kringum sig. Ég vildi gera sem minnst úr útliti mínu til að verða ekki hrokafullur, og vandi mig á að koma fram af óöryggi. Það hafði ég gert svo lengi að ég átti orðið erfitt að greina þykjustuóöryggið frá því sem var raunverulegt. (19) Vegna þessa endist hann illa í ástarsam­ böndum þrátt fyrir að margar konur sýni honum áhuga. Hann á líka fáa vini. Eina manneskjan sem gæti talist vinur hans er Gunna, miðaldra barþjónn sem hann kynnist í háskólanum. Daníel og Gunna verða vinir þegar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.