Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 128
U m S a g n i r U m B æ k U r
128
að allt sem væri til myndi molna niður
og hverfa. Stundum komu tímabil þar
sem mig hætti alveg að dreyma. Þá var
samt ekki eins og martraðirnar hyrfu,
það var frekar eins og þær sveimuðu yfir
mér. (13)
Daníel dreymir sem sagt yfirleitt mikið
og draumar hans eru myrkir og erfiðir.
Samt sem áður stafar mest hætta af
þeim tímabilum sem hann dreymir lítið,
því þá smjúga draumarnir inn í hið dag
lega líf.
Daníel glímir við svefnleysi og er þess
vegna byrjaður að drekka kaffi, sem
hann hafði ekki gert áður, til að sigrast á
þreytunni. Honum finnst kaffidrykkjan
vera áhugaverð persónuleg tilraun: „það
var líka notaleg tilhugsun að breyta per
sónuleika mínum að einhverju leyti. Ég
yrði kaffidrykkjumaður.“ (17)
Tilraunin virðist vera að virka, jafn
vel einum of vel. Þegar hann fær símtal
ið undarlega frá Tryggva er hann furðu
lostinn. Hann veltir fyrir sér hvort þetta
kynni að vera hrekkur eða skakkt
númer. Að lokum skýtur öðrum og
ískyggilegri möguleika niður í kollinn á
honum: að hann sé í raun orðinn annar
maður, „eftir að hafa ákveðið þetta með
kaffið.“ (20)
Á fyrstu blaðsíðunum er sem sagt
margoft ítrekað að sambandið milli þess
raunverulega og óraunverulega sé við
kvæmt og óljóst; Daníel á bágt með að
greina þarna á milli. Lesandi má því
búast við því að eiga í sams konar erfið
leikum og ætti að varast að gera ráð
fyrir að nokkur skapaður hlutur sem á
sér stað í sögunni sé raunverulegur.
Fegurðin er sár
Í þriðju seríu af bandarísku sjónvarps
þáttunum 30 Rock er þáttur sem nefnist
„The Bubble“. Í honum kynnist Liz
Lemon, aðalpersóna þáttanna, einstak
lega myndarlegum og einhleypum
lækni. Hún verður ólm í að klófesta
hann, þar sem hann virðist vera
draumamaðurinn. Eftir því sem þau
kynnast betur kemur hins vegar í ljós að
læknirinn fagri er bæði heimskur og
lélegur í nánast öllu sem hann tekur sér
fyrir hendur. Hann gerir sér samt enga
grein fyrir þessu og telur að hann skari
fram úr á flestum sviðum, viðbrögð
almennings við öllu sem hann gerir eru
undantekningarlaust jákvæð, en það er
einungis vegna þess að allir hrífast af
fegurð hans. Hann lifir því í algjörri
loftbólu, þar sem ekkert mótlæti fyrir
finnst. Læknirinn hefur hlotið stærstu
forgjöf í lífinu sem hægt er að fá; yfir
borðslega fegurð. Fyrir vikið er líf hans
auðveldara á flestan hátt en fórnar
kostnaðurinn er sá að hann er haldinn
ranghugmyndum. Þar sem að 30 Rock
er gamanþáttur er þetta að sjálfsögðu
sett fram í mjög kómísku ljósi.
Í Krossfiskum er tekist á við skugga
legri hliðar þessa fegurðarvanda. Daníel
er mjög fallegur og fólk laðast að honum
en ef til vill á yfirborðslegum forsendum
og það kynnist honum ekki almenni
lega. Hann gerir líka ráð fyrir að fólk
nálgist hann ekki af einlægni og reisir
því varnarmúra í kringum sig.
Ég vildi gera sem minnst úr útliti mínu
til að verða ekki hrokafullur, og vandi
mig á að koma fram af óöryggi. Það hafði
ég gert svo lengi að ég átti orðið erfitt að
greina þykjustuóöryggið frá því sem var
raunverulegt. (19)
Vegna þessa endist hann illa í ástarsam
böndum þrátt fyrir að margar konur
sýni honum áhuga. Hann á líka fáa vini.
Eina manneskjan sem gæti talist vinur
hans er Gunna, miðaldra barþjónn sem
hann kynnist í háskólanum.
Daníel og Gunna verða vinir þegar