Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 135

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 135
U m S a g n i r U m B æ k U r 135 bókum fyrir hingað og þangað, setja sumar á fornsölu ef einhver fornsali hafði þá nokkurn áhuga á þeim – sá sem höf­ undur skiptir við notar orðið „tunnumat­ ur“ um einhverjar þeirra – og allmörgum varð að farga. Söguna af þessum vanda segir hann í riti sem ber titilinn Bóka- safn föður míns eins og beinast liggur við, en honum fylgir jafnframt, með agn­ arsmáu letri, ískyggilegur undirtitill: sálumessa. Sitthvað fleira býr nefnilega undir, því eins og höfundur segir þegar lagt er af stað: „Ég er að kveðja bókina sem hugtak og sem hlut.“ (11) En hvernig útsetur hann nú þetta requiem, í angurværum moll? Gegnum verkið ganga ýmsar laglínur sem fléttast lipurlega saman í breiða hljómkviðu. Ein þeirra er minningabrot eða svip­ myndir af föður og afa höfundar, bóka­ söfnun þeirra og af hinsta sjúkdómi og andláti föðurins, sem sungin er af mik­ illi hlýju. Þar má einnig heyra frá upp­ runa og sögu bókasafnsins, sem á sér langar rætur. Þessu fylgir fjöldi af litlum myndum af hinu ólíkasta tagi og án tit­ ils, sem eiga það sameiginlegt að þær gera lagboðana sem snöggvast sýnilega, þær eru myndrænn kontrapunktur. Önnur laglínan er söngur um einn af helstu þáttum safnsins, alls kyns verk sem nefnast einu nafni „þjóðlegur fróð­ leikur“. Upp úr þeim eru teknar fjöl­ margir lagboðar, örstuttar mannlýsingar eða sögubrot sem skotið er inn í tón­ fléttuna, yfirleitt án nokkurra sérstakra tengsla við hana. En laglínurnar tvær „bókasafn“ og „þjóðlegur fróðleikur“ eiga það sameiginlegt að þær snúast um að varðveita hvers kyns brotabrot úr for­ tíðinni án þess að valið sé úr – „Ég fann engar hreinar línur í bókasafni föður míns“ (174), segir höfundur – og oft í belg og biðu. Í leiðinni slær hann öðru hverju, og með misjafnlega löngu milli­ bili, það sem hann kallar „minnisnótur um þjóðlegan fróðleik“, og kemur þá í ljós að þessi séríslenski vikivaki, sem ungir menn hæðast gjarnan að, fylgir sínum föstu lögmálum, þar er af nokkr­ um setningi sungið. Síðasta minnisnót­ an er þannig: Kommur. Í textum af meiði þjóðlegs fróðleiks er kommum dritað fjálglega út um allar trissur. Kommur virðast hafa verið billegar í fortíðinni. Punktar hins vegar dýrir. Chateaubriand hefði ef laust verið sáttur við greinarmerkja- setninguna: Lífið er fullt af kommum sem vitna um þáttaskilin þegar eitt líf tekur við af öðru, þar er dokað við áður en haldið er áfram. Punktur hins vegar, hann er endanlegt greinarmerki. (155) Er þetta torskilið? Kjarninn í þessum „þjóðlega fróðleik“ er sá að hann er varðveisla varðveislunnar vegna, þar er litið á fortíðina sem hafdjúp af tónum, sem eru hver tengdir öðrum, og um er að gera að láta sem flesta þeirra endur­ óma inn í framtíðina. Þriðja laglínan er hins vegar af öðru tagi. Hún er ljóðrænt tregróf um horfn­ ar bækur og bókasöfn, og endar á coda sem virðist hafa slegið áheyrendur mjög, því margir hafa tekið undir: „Allt bend- ir til þess að það að lesa (til að mynda úr bók) sé deyjandi list. Lestur langra texta verður varla hversdagsíþrótt í framtíðinni. Líklega verður slík iðja skilgreind sem einhverskonar sérfræði- hæfni eða sniðugt hobbí, svona eins og að kunna að slá tún með orfi og ljá.“ (145) Fáum töktum síðar endurtekur hann þetta coda í annarri útsetningu: Ég hef á tilfinningunni að við séum að lifa efstu daga bókarinnar. Það er ekki bara innihald bókanna sem mætir fálæti heldur er það bókin sjálf sem hlutur. Bókina rekur út á jaðarinn í menningu okkar. Það er ef laust viðbúið, fyrirsjáanlegt jafnvel. Bókin er úrelt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.