Ófeigur - 15.07.1947, Qupperneq 12

Ófeigur - 15.07.1947, Qupperneq 12
12 ÖFEIGUR völíunum. Vann Sigurður glæsilegan sigur á þingi og stjórn og kom heim með nóg fé til að reisa á Akureyri hallarmúra handa ókomnum stúdentakynslóðum. XI. Sigurði gafst vel að treysta á fræknleik sinn og her- kænsku. En Pálmi rektor missti af sínum strætisvagni og varð hált á grasi því, sem vökvað var með „vorúð- anum.“ Brynjólfur hafði tekið íbúð hans í skólanum til að geta fjölgað stúdentum sem mest og flæmt rektor austur fyrir fjall. Munu þess engin dæmi úr skólasögu þjóða vestan við járntjaldið, að forstöðumaður mikillar menntastofnunar hafi verið svo grimmilega leikinn af ríkisstjórn og jafn skémmilega yfirgefinn af samherj- um, eins og Pálmi af gistivinum kommúnista. Þegar Pétur Magnússon hafði útvegað rektor viðunandi húsa- kost, kom sjálft húsmál skólans á dagskrá Öllum var ljóst, að fálm ^rynjólfs um að láta rífa skólahúsið og byggja hjá Kleppi eða á Öskjuhlíð var holspeglaleikur. Á 100 ára afmæli menntaskólans lýsti Brynjólfur yfir, að hann vildi leggja gamla skólahúsið niður. Honum var af skiljanlegum ástæðum illa við hús, þar sem Jón Sigurðs- son hafði háð alla þingbaráttu sína og þar sem þjóðin hafði haft sína áhrifamestu menntastofnun í heila öld. I augum liðsmanna Rússa ér slík bygging hættuleg vegna minninganna. Hins vegar mátti jafnvel viti bor- in'n maður eins og rektor vita, að gamlir menntaskóla- nemendur mundu aldrei láta rífa skólann, þó að þeir séu og hafi verið hirðulausir um hag hans að öðru leyti. Kreppan var í aðsigi og 15 milljóna höll á Kleppsholti var óframkvæmanleg loftkastalagerð, eins og spilin lágu. Rektor gat gert eitt og ekki nema eitt: Að nota fram- gang skólameistara á Akureyri sem hvatningu og daufa velvild gamalla nemenda til að hlynna að skólanum, þar sem hann er. I þeim anda flutti ég þingsályktun, þar sem skorað var á stjórnina að útvega sér lagaheimild til að taka lóðir bak við skólann eignarnámi og hefja síðan starf við nýjar byggingar á nýfengnu landi. Fáum dögum eftir, að tillagan var flutt, brann mikið af húsun- um á þeim lóðum, sem skólinn þarf að eiga. Nú bauðst Brynjólfi og rektor einstakt tækifæri til að rétta hlut skólans með því að kaupa lóðirnar, áður en byggt var á þeim að nýju. Mátti rektor sjá, að skólaflutningurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.