Ófeigur - 15.07.1947, Page 15

Ófeigur - 15.07.1947, Page 15
ÓFEIGUR 15 útbreiðsluaðferð á þann hátt, að sem flestir kaupendur, með lifandi samvinnuáhuga bætist í hópinn og styðji hreyfinguna með Mfi og sál, þegar í aðsteðjandi kreppu verður sótt að félögunum bæði frá samkeppnismönnum og liði byltingarmanna. Er ekki víst, að þá verði ein- hlítt að tala eingöngu rósamál og hálfyrði við þá, sem hafa fullan hug á að leggja samvinufélögin í rústir. Fer vel á, að sem fyrst sé hafinn viðbúnaður til að mæta þeirri hættu. Samvinnufélögin eiga í höggi við keppinauta um tvö mál: Skipting erlenda innflutningsins og skattamálin. Frá ráðherratíð Eysteins 1934—39 gilda lítið breyttar reglur, sem tryggja samvinnufélögunum helming mat- vöruinnflutningsins, en heildsölunum 80—90% af inn- flutningi álnavöru, búsáhöldum og mörgum öðrum nauð- synlegum vörum. Kaupfélögin neyðast til að kaupa fyrir margar miljónir af þessum síðarnefndu vörum af heildsölum með meiri álagningu en þeir mundu sæta í Sambandinu. Sunnlenzkt kaupfélag verzlaði árið sem leið fyrir 10 milljónir, þar af við heildsala fyrir 5 milljón- ir, af því að Sís fékk ekki innflutningsleyfi fyrir vöru- þörf sinna félagsmanna. Ef þessu heldur áfram, eru samvinnufélögin skorðuð miili þils og veggjar og geta ekki keypt á frjálsum markaði vörur handa sínum fé- lagsmönnum. Við atkvæðagreiðslu um ,,Stórráðið“ í vetur lýsti Eysteinn Jónsson yfir, að þessi gamli fjötur væri endurnýjaður í stjórnarsáttmálanum. Greiddi Ey- steinn og flestir Framsóknarmenn í n. d. atkvæði með f jötrunum, ená móti samþykkt Blönduóssfundarins. Ey- steinn hefur þess vegna orðið að gefa með sér og Bjarna Ásgeirssyni mesta hagsmuna- og réttindamál samvinnu- manna, eins og íslendingar verða nú að gefa lýsi með hraðfrysta fiskinum á erlendum markaði. XIV. I þessum vanda hef ég gefið samvinufélögunum ráð, sem mundi duga þeim betur en ráðkænska hinna æfðu spekúlanta í hrossaverzlun um stjórnarmyndun. Og ráðið er að láta fólkið skera úr um málið í stað ráð- herraefnanna. Tillagan er á þá leið, að málið sé rætt með glöggum rökum í þeim blöðum og tímartitum, sem vilja unna samvinnufélögunum góðs hlutar. Síðan sé hverj- um félagsmanni í kaupfélögum gefinn kostur á að 3*

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.