Ófeigur - 15.07.1947, Síða 17
ÖFEIGUR
17
ráðamenn Framsóknar hafa komið stjórnmálahlið sam-
vinnustarfsins þannig fyrir, að skattaverndin frá 1921
er glötuð, að samvinnufélögin fá 10—20% af innflutningi,
þar sem þau ættu að hafa helming, að skip Sís eru undir
sömu skattskyldu eins og gróðafyrirtæki, en Eimskip
hefur öll þau sérréttindi, sem samvinnufélögin höfðu og
eiga að hafa, en hafa misst. Vinir Eimskips hafa getað
vemdað skattfrelsi þess alla stund, en Framsóknarflokk-
urinn, undir stjórn gistivina, hefur síðan 1942 glatað
í hrossakaupum flokkanna fengnum réttindum sam-
vinnufélaganna og í sambandi við inngöngu Eysteins í
núverandi landstjórn heitið og staðið við að fella á Al-
þingi kröfu aðalfundar Sís 1946 um, að Sís mætti leyfast
að kaupa og flytja inn erlenda vöru handa sínum félags-
mönnum. Forustan hefir að vísu brugðizt, en hvað segja
hinir 27 þús. félagsmenn ? Ætla þeir að Iáta hrossakaup
um vegtyllur hindra, að samvinnufélögin nái rétti sín-
um? Áðru en ég lauk störfum við Tímarit samvinnu-
manna, ritaði ég um skattamál samvinnufélaganna í
sambandi við skattfrelsi Eimskipafélagsins og reyndi að
leggja þar grundvöll, sem samvinnumenn geta byggt á,
hvenær sem frelsisbarátta félaganna hefst að nýju.
Gistivinirnir hafa að vísu haldið illa á málinu. En í
frjálsu landi leyfa borgararnir sér að taka upp að nýju
góð mál, sem að óþörfu hafa verið lögð til hliðar. Er
samvinnumönnum þá mjög aftur farið frá því, sem þeir
voru 1920—21 ef þeir láta semja af sér réttmæt hlunn-
indi, án þess að taka málin upp til nýrrar sóknar. Reynir
þá á þau blöð og tímarit, sem kaupfélögin eiga aðgang
að. Þau verða að fræða þjóðina um málið, eins og þegar
dugandi menn berjast til að sigra, en ekki til að hafa
stórmálin sem verzlunarvöru við samninga um metorð
og vegtyllur.