Ófeigur - 15.07.1947, Síða 19

Ófeigur - 15.07.1947, Síða 19
ÖFEIGUR 19 um. hundruð, veltast dauðadrukkin klukkutímum sam- an yfir gólf samkomuhúsanna. Þetta eru mest ungir menn en því miður eru þar líka ungar konur. Drykkju- skapur kvenna byrjaði, þegar almenningsálitið tók að telja vínnautn kvenna tilheyra jafnréttisbaráttu þeirra. Á þingi í vetur bar ég fram tillögu um, að lögreglan í Reykjavík skyldi koma með hentug kvikmyndatæki og safna myndum af hinum drukknu, dansandi mönnum. Lögreglan átti að geyma myndirnar, sýna þær hinum brotlegu svo og aðstandendum. Þetta er hegning, sem er í einu mild, sterk og frábærilega réttlát. En almenn- ingsálitið er enn á stigi hins siðlausa roluháttar þegar komið er að áfengismálunum. Mannlegur vesaldómur bjargaði áfenginu í þetta sinn úr hættunni. Tillagan var grafin í nefnd. Ég vil hreyfa annari ósk í áfram- haldi af tillögunni. Hver sá maður, sem er ölvaður á almannafæri ætti að vinna eina viku fyrir hvert brot, á þar til gerðum stöðum, að vegagerð, sandgræðslu, skógrækt eða framræslu lands, undir hæfu eftirliti. Nú gerast sumir menn áfengissjúklingar og eiga þeir þá að vera sviftir frelsi, unz þeir læknast. Þá menn á að flokka í tvennt: Þá sem von er um að lækna á skömm- um tíma. Fyrir þá ætti að vera sérstök deild í sjúkra- húsi, þar sem læknaðir væru margháttaðir sjúkdómar, enda félli þá ekki niðrandi heiti á áfengissjúklingana. En þá drykkjumenn, sem ekki er líklegt að unnt yrði að lækna nema á mjög löngum tíma, eða máske aldrei, ber að einangra í sérstökum sjúkrahúsum, sem starfrækt eru vegna áfengissjúklinga. Slík hæli myndu starfa með svipuðum hætti og Litlahraun. Sjúklingarnir væru svift- ir sjálfræði, þar til fullur bati væri fenginn. I slíka stofn- un yrði tafarlaust að safna öllum „rónum“ fyrst og fremst, þeim sem ráfa í nánd við Nýborg eða um Hafnarstræti en eyðileggja jafnframt heimili vina og vandamanna með sjúkdómi sínum og framkomu allri. Núverandi ástand áfengismálanna er þjóðarskömm. Þetta böl er fyrst og fremst að kenna drykkjuhneigð, nokkurs hluta þjóðarinnar, sem gerir sér tæpitungu við áfengissýkina og afsakar ómenningu drykkjulífsins. Hér hefur nú verið bent á leiðir til að venja íslendiga svo, að þeir verði ætíð hæfir leiknautar hinna bezt merintu jpjóða. Ef dugandi menn í landinu vilja hætta núverandi húmbúgsaðgerðum, svo sem þeirri sýnikennslu í stjórn-

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.