Ófeigur - 15.07.1947, Qupperneq 24

Ófeigur - 15.07.1947, Qupperneq 24
24 ÓFEIGUR hver árangur yrði að þekkingarítroðningnum. Ég spurði hann fyrst úr sögu, um Jón Arason, Ögmund Pálsson, Ingólf Arnarson og Jón Sigurðsson. Hann vissi alls ekkert um biskupana, næstum ekkert um Ingólf og um Jón, að hann hefði verið forseti einhvers staðar. Ég spurðist fyrir um ljón og tígrisdýr en þær skepnur voru drengnum lítt kunnar. Þá bað ég hann að marg- falda með sjö. Það gekk slysalaust í fyrstu, þar til hann vildi láta 7 sinnum 8 vera 64. Ég bað hann þá að leggja 7 við 56, en það taldist honum vera 62. Ég spurði um bækur, sem hann hefði lesið, en mér fannst, að hann muna helzt eftir Litlu gulu hænunni. Hann sagðist hafa gaman af smíðakennslunni í skólanum en nefndi ekki aðrar námsgreinar. Því miður er hér ekki um einstakt dæmi að ræða. Myndarlegur, ungur maður af Vestur- landi fór um Svínadal í Dölum. Hann vissi ekkert úr Laxdælu og hélt að einhver Kjartan hefði verið háls- höggvinn á Kjartanssteini. Tveir álitlegir Reykvíkingar, með margra ára almennt nám og nokkurt sérnám að baki, voru af nýjum húsbónda spurðir í vor sem leið um, hvaða merkisatburður hefði gerst hér á landi 1264. Þeir sögðu að þá hefði verið gerður einhver samningur í Kópavogi. Þessi dæmi benda á, að með hinum mikla ítroðningi, tekst ekki að múra í sálir barna og ung- menna nema sáralítið af þeim þekkingarmolum, sem reynt er, með ægilegum kostnaði og fyrirhöfn, að koma þar fyrir til varanlegrar geymslu. Mergurinn málsins er sá, að æsku landsins er nú misboðið með leiðinlegu og sálardrepandi námsþvargi. Nemendur fá óbeit á bók- legum fræðum, sem þeir kynnast í fráfælandi mynd, en svo hættulegt sem þetta ástand er nú, þá verður það hálfu verra ef skipulag kommúnista kemst í framkvæmd. En til þess eru litlar líkur því að tómahljóð mun heyrast í fjárhirslum ríkisins og sveitafélaga, áður en sá verk- smiðjurekstur verður framkvæmdur. Ef ekki á að verða stórvægileg afturför í andlegri menningu hér á landi, þarf að gerbreyta skólakerfinu. Hér þurfa að vera margháttaðir skólar, sem starfa hæfi- lega lengi á hverjum degi að námsvinnu. Börn og ung- lingar mega ekki missa af eðlilegum svefni, allra sízt í skammdeginu. Barnaskólar ættu yfirleitt ekki að starfa nema hálft árið. I öllum skólum, líka háskólanum, ætti að láta bóknámið standa svo skamma stund, sem unnt er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.