Ófeigur - 15.07.1947, Blaðsíða 25

Ófeigur - 15.07.1947, Blaðsíða 25
ÖFEIGUR 25 I öllum skólum ætti að hafa mikið verklegt nám, íþróttir, skátaæfingar, heimalestur í sambandi við bókasöfn, skólasjónleiki, æfingar í ræðumennsku og kurteisri framkomu. Hin langa skólaseta, og nauðungarvinna við bóknám, skapar námsþreytu og rótgróna óbeit á þeim bókfræðum, sem hafa þýðingu fyrir andlegt líf í landinu. Snorri Sturluson hefði ekki orðið mikill rithöfundur og Matthías ekki stórskáld, ef þeir hefðu verið settir í heimavistarskóla 7 ára að aldri og síðan þrælkaðir við leiðinlegar námsbækur fram á þrítugsaldur. Vandi Is- lendinga í uppeldismálum er að gera vinnuhættina frá Odda, Haukadal og Hólum, á tíma Jóns Ögmundssonar, að fyrirmynd í nútíma skólastarfi. Háfjallaferðir. Islendingar sækja nú mjög í þéttbýli, og meira heldur en hóf er á. En samhliða þvi þrá þeir kynni við há- fjöllin. Skíðamennskan í þéttbýlinu er einhver hollasti þáttur í uppeldi æskumanna við sjávarsíðuna. Sumar- húsin, sem Reykvíkingar reisa víða kringum bæinn, sýna að höfuðstaðarbúar eru enn nátengdir sveitalífi, þó að þeir hafi heimili sín í borginni. Víst má telja að sókn bæjamanna til háfjallanna á sumrin sé ein hin hollasta nýjung í þjóðlífinu. I háfjöllunum býr dularfull fegurð og heilsusamlegur töframáttur. Skálagerð Ferðafélags- ins upp til fjalla er einhver hin þarfasta framkvæmd. Hefir félagið opnað marga fegurðarheima á landinu sunnan og vestanverðu. Ungur Norðlendingur, Páll Arason frá Þúfnavöllum, hefur orðið brautryðjandi í norðlenzkum háfjallamálum. Páll er vaskur og þraut- seigur bílstjóri, með háf jallaþrá í æðum. Hann átti, með fleiri Eyfirðingum, þátt í að reyna að ryðja akveg úr Eyjafirði fram til jökla, en sá vegur liggur of hátt yfir sjó til að vera vel notfær. Þá fór Páll norður í Bárðardal og fann, að vestan Skjálfandafljóts var hið bezta akleiðarstæði úr byggð inn á Sprengisand. Þarf þar ýtu við ruðning í nokkra daga. Liggur þá Sprengi- sandur opinn fyrir innrás að norðan. Til að fullnota að- stöðuna þarf að hafa fjallaskála með greiðasölu og talstöð á sumrum í Jökuldal, og í Laugafelli við Hofs- jökul norðanverðan. Koma má á sumarsambandi með bifreiðum sunnan frá yfir Sprengisand, ef samþykkt verður tillaga okkar Ingólfs Jónssonar, um að flytja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.