Ófeigur - 15.07.1947, Síða 25

Ófeigur - 15.07.1947, Síða 25
ÖFEIGUR 25 I öllum skólum ætti að hafa mikið verklegt nám, íþróttir, skátaæfingar, heimalestur í sambandi við bókasöfn, skólasjónleiki, æfingar í ræðumennsku og kurteisri framkomu. Hin langa skólaseta, og nauðungarvinna við bóknám, skapar námsþreytu og rótgróna óbeit á þeim bókfræðum, sem hafa þýðingu fyrir andlegt líf í landinu. Snorri Sturluson hefði ekki orðið mikill rithöfundur og Matthías ekki stórskáld, ef þeir hefðu verið settir í heimavistarskóla 7 ára að aldri og síðan þrælkaðir við leiðinlegar námsbækur fram á þrítugsaldur. Vandi Is- lendinga í uppeldismálum er að gera vinnuhættina frá Odda, Haukadal og Hólum, á tíma Jóns Ögmundssonar, að fyrirmynd í nútíma skólastarfi. Háfjallaferðir. Islendingar sækja nú mjög í þéttbýli, og meira heldur en hóf er á. En samhliða þvi þrá þeir kynni við há- fjöllin. Skíðamennskan í þéttbýlinu er einhver hollasti þáttur í uppeldi æskumanna við sjávarsíðuna. Sumar- húsin, sem Reykvíkingar reisa víða kringum bæinn, sýna að höfuðstaðarbúar eru enn nátengdir sveitalífi, þó að þeir hafi heimili sín í borginni. Víst má telja að sókn bæjamanna til háfjallanna á sumrin sé ein hin hollasta nýjung í þjóðlífinu. I háfjöllunum býr dularfull fegurð og heilsusamlegur töframáttur. Skálagerð Ferðafélags- ins upp til fjalla er einhver hin þarfasta framkvæmd. Hefir félagið opnað marga fegurðarheima á landinu sunnan og vestanverðu. Ungur Norðlendingur, Páll Arason frá Þúfnavöllum, hefur orðið brautryðjandi í norðlenzkum háfjallamálum. Páll er vaskur og þraut- seigur bílstjóri, með háf jallaþrá í æðum. Hann átti, með fleiri Eyfirðingum, þátt í að reyna að ryðja akveg úr Eyjafirði fram til jökla, en sá vegur liggur of hátt yfir sjó til að vera vel notfær. Þá fór Páll norður í Bárðardal og fann, að vestan Skjálfandafljóts var hið bezta akleiðarstæði úr byggð inn á Sprengisand. Þarf þar ýtu við ruðning í nokkra daga. Liggur þá Sprengi- sandur opinn fyrir innrás að norðan. Til að fullnota að- stöðuna þarf að hafa fjallaskála með greiðasölu og talstöð á sumrum í Jökuldal, og í Laugafelli við Hofs- jökul norðanverðan. Koma má á sumarsambandi með bifreiðum sunnan frá yfir Sprengisand, ef samþykkt verður tillaga okkar Ingólfs Jónssonar, um að flytja

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.