Ófeigur - 15.07.1947, Page 33

Ófeigur - 15.07.1947, Page 33
ÖFEIGUR 33 á Stokkseyri og flutt í bifreiðum handa nautpeningnum í Kaldaðarnesi. Fáein önnur hrakfalladæmi lýsa kommúnistum. Þeir vildu byggja yfir útvarpið fyrir 15 miljónir, menntaskóla hjá Kleppi fyrir aðrar 15 og höfn norðan á Oddeyrartanga fyrir þriðju 15 miljón- irnar. Alls staðar voru til glæsilegar teikningar af þess- um stórvirkjum. Það má þakka Pétri Magnússyni að hafa stungið þessum og fleiri nýsköpunarteikningum undir stól á réttum tíma. Þar á meðal nafnfrægu leik- fangi Eiríks Einarssonar, er sjö miljóna skóli átti að rísa í bithaganum í Skálholti. En hinn eftirsótti vinstri armur í vinstri stjórn, komm- únistarnir, hefur opnað ríkissjóði fjögur ennþá stærri sár en síldarbræðslurnar og flugvöllinn. Það eru launa- lögin, skólalögin, tryggingarnar og ábyrgðin á fiskinum frá í desember í vetur. Þessir fjórir þættir ábyrgðar- lausrar f jársóunar munu gera ríkisgjaldþrot óhjákvæmi- legt, ef ekki verða gerðar róttækar gagnráðstafanir á næsta þingi. Við allar þessar framkvæmdir var forustan í höndum hinna dýrmætu „vinstri manna“, verkalýðs- forkólfanna, en milli þeirra er nokkur metingur um, hver hafi komið til leiðar mestri óhamingju. Að setja launalög, skólalög og almannatryggingar á þeim tíma þegar stúlkur fengu 15 þúsund króna árslaun við fisk- vinnu, loftskeytamenn 50 þúsund og skipstjórar yfir 100 þúsund króna laun, hefði verið eðlileg framkvæmd í höndum sjúklinga í geðveikrahæli eða vistmanna Bryn- jólfs í Kaldaðarnesi. Þó var sú gildra, sem Áki setti fyrir útveginn, enn meiri háskagripur. Aðalútflutnings- vara landsmanna hækkuð stórlega og ríkissjóður látinn ganga í ábyrgð fyrir hámarkinu. Slíkt ráðlag er met, á sinn hátt. Bak við þessa fáránlegu framkvæmd var upp- boðshyggjan. Áki hafði gert hæsta boð strax. Sjálf- stæðismenn, Kratar og Framsókn máttu ekki vera minni. Þeir gengu inn í hæsta boð. Framsókn átti bágast, því að allar hennar tillögur, landbúnaði í vil, voru hunds- aðar við þessa atkvæðagreiðslu. En vegna tálvona um nýja stjórn mátti ekki styggja kommúnista. Þess vegna stakk bændaflokkur þingsins höfði líka í gildruna. Á næsta þingi munu fulltrúar borgaraflokkanna sjá, hvað þeir hafa misgert, er þeir létu Áka ginna sig til heimsku- legasta ríkisrekstrar, sem er til, en það er þjóðarábyrgð á einstaklingsframleiðslu.

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.