Ófeigur - 15.07.1947, Side 39

Ófeigur - 15.07.1947, Side 39
ÓFEIGUR 39 lausan valdastreitumann að skipta um skiprúm. En kommúnistar ætluðu sér aldrei að veita Hermanni neina vegsemd. Þvert á móti var það frá upphafi ætlun þeirra að draga hann á tálar og skilja hann að lokum eftir, eins og annan gamlan mótgangsmann. Héðin Valdi- marsson, einan á beru svæði. Ekki gekk kommúnistum þó mest til löngun að hefna á Hermanni kinnhests þess, er hann hafði lostið Brynjólf, heldur að sundra Fram- sókn, því að þann flokk vissu þeir óþarfastan undirróðri þeirra. Drógu bolsevikar ekki dul á, að meðan stofnend- ur Framsóknarflokksins og Tímans væru nokkurs ráð- andi, mundi kommúnisminn eiga erfitt uppdráttar á Is- landi, því að þá myndi heilbrigð framför torvelda bylt- ingarstarfið. Kommúnistar buðu Hermanni og Eysteini virðuleg sæti í vinstri stjórn, ef þeir hreinsuðu til heima fyrir, eftir samkomulagi. Eysteinn sagði beinlínis á fundi í útgáfustjórn Tímans, að greinar mínar um kommún- isma torvelduðu samkomulag Framsóknar og kommún- ista um sameiginlega ríkisstjórn. Eftir að kommúnistar höfðu náð valdi yfir Hermanni, hefur hann aldrei haft fast land undir fótum. Hann kastaði flokknum út í kjör- dæmabreytingu, undir erfiðum kringumstæðum, beitti ljótum glímubrögðum í baráttunni, svifti flokkinn þing- fylgi og áliti, og sveik berlega margyfirlýsta stefnu flokksins. Ekki þurfti lengi að bíða afleiðinganna af þessum glappaskotum. Kommúnistar urðu valdamesti flokkur þingsins 1942, settust þar í sæti Framsóknar. Og þegar kom að því að skipta stríðsgróðanum, þá réði Framsókn engu en kommúnistar mörkuðu stefnuna. Það hafa ekki verið reistar verksmiðjur fyrir bænda- stéttina. Áburðar og sementsverksmiðjurnar sofa. ,,Samvinnubyggðirnar“ líka. Steingrímur búnaðarmála- stjóri hefur árum saman ekki látið stinga spaða í jörð í Síberíu eða í ríkislöndin í Ölfusi, sem þó eru keypt vegna nýbýla. Vorið 1942 voru tímamót. Þá tókst kommúnistúm að ná taki á tveim Framsóknarmönnum og fá þá til að rjúfa grið hinnar borgaralegU samvinnu. Síðan þá, og þar til á útmánuðum í vetur, hafa þessir föðurlandslausu menn, kommúnistar, haldið á sér uppboð og svikið alla, sem hafa trúað þeim. Þjóðin öll er í sárum eftir uppboðsstarfsemina. Stríðsgróðinn er farinn. Fátæktin komin heim. Flokkarnir eins og svipir, sem vafra yfir

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.