Ófeigur - 15.07.1947, Síða 40
40
ÓFEIGUR
gröfum sínum. Á þingi í haust endar tímabilið sem hófst
með andláti þjóðstjórnarinnar 1942. Hið nýja tímabil
byrjar ekki með að leggja fram 585 miljónir í pundum og
dollurum. Sú inneign hvarf, meðan kommúnistum tókst
að halda Framsókn í álagaviðjum, til að verja sveitina
fyrir gullstraumnum. Fram undan eru erfiðir dagar,.
hnípin þjóð í vanda. Mikil atvinna til lands og sjávar
er strönduð, bæði á dýrtíð og af völdum náttúrunnar.
Framundan er gífurlegasta kreppa, sem þjóðin hefur
þekkt. Nú er tækifæri fyrir þjóðina að sýna í verki, að
hún eigi skilið að vera orðin húsbóndi á sínu heimili.
Hagfræðingar kommúnista spáðu að í ár yrðu seldar
til útlanda vörur fyrir 800 miljónir, en sú spá rætist
illa. Munu Bretar nú sem endranær verða bezta fyrir-
myndin. Þeir björguðu menningu heimsins með því að
fórna ekki aðeins blóði, tárum og svita heldur einnig
þjóðar auði, samandregnum af mörgum kynslóðum. Bret-
ar stóðu lengi einir í eldraun stríðsins og sýndu hetju-
móð, sem aldrei gleymist. Nú eiga þeir í sams konar
baráttu og við til að tryggja þjóð sinni mat, föt og þak
yfir höfuð manna og andlega fæðu. Bretar láta komm-
únista hvergi koma nærri nokkrum mannaforráðum en
meina þeim ekki að stíga upp á kassa í Hyde Park til
að flytja þar Einarsræður. Breska þjóðin lengir vinnu-
daginn, sýnir ráðdeild og hófsemi í öllum hlutum og
ætlar að vinna efnahagsstríðið með þrautsegju og
manndómi, eins og baráttuna við nazismann, meðan sú
raun var þreytt.
Menn spyrja mig stundum, hvers vegna ég komi ekki
til móts við Framsóknarmenn, úr því að þeir séu komnir
á mína skoðun og vilji nú vinna á borgaralega vísu á
móti bolsevikum. Ég greiddi atkvæði móti vantrausti
á stjórnina í vetur, af því að hún er borgaraleg. En ég
er ekki viss um alvöru allra ráðherranna. Ég vil lofa
dag að kvöldi. Ég hef séð nálega allan þingflokk Fram-
sóknar rjúfa með köldu blóði marggefin heit um að
vinna eindregið gegn kommúnisma. Ég hefi séð á tveim
flokksþingum Framsóknar, 1944 og 1946, yfir 200 vel
mennta og ráðsetta menn, samþykkja aðgerðir lág-
sigldra valdaspekúlanta, sem hafa rofið grið og heit og
lagt áhrifamikinn og duglegan flokk í rústir. Ég veit
að Hermann Jónasson, formaður flokksins bíður eftir
tækifæri að fella núverandi stjórn með kommúnistum.