Ófeigur - 15.07.1947, Síða 43
ÓFEIGUR
43
menn í Khöfn ekki svo mikið sem trékross á leiði skálds-
ins. Gröf Skúla fógeta geymd undir gólfi út í Viðey. Á
Bessastöðum er á gröf Gríms Thomsen steinn á stærð
við potthlemm, með nálega ólæsilegu letri. Álíka dæmi
um vítavert hirðuleysi um sögulegar minningar má telja
í tugatali. Náskylt hirðuleysi um frægar grafir er smekk-
leysi um opinberar byggingar. Forráðamenn landsins
hafa verið mjög sljóskyggnir í þeim efnum. Áðsetur
ríkisstjórnarinnar er í gömlu tugthúsi, sem einvalds-
stjórn Dana rét reisa vegna þeirra fáu þjófa og bófa,
sem þá voru til hér á landi. Dómkirkja landsins er sókn-
arkirkja sem velviljaður Danakonungur lét reisa yfir
fáeina þorpsbúa í Reykjavík, sem voru ekki fyrirferðar-
meiri en það, að landlæknir þeirra tíma sagði á þingi,
að ekki hæfði að reisa sjúkrahús, því að þeir lægju af
sér öll veikindi heima í kotunum, og þyrftu enga hjúkrun.
I stjórnarráðinu eru geymd dýrmætustu skjöl ríkisins,.
með öllu óbætanleg, ef húsið brynni. Gólf, þak og inn-
veggir eru úr timbri. Eldur gæti á hálftíma eytt hús-
inu með öllu, sem í því er. Að stílnum til er húsið miðað
við danskt smáþorp, en til viðbótar hefur útliti þess
verið spillt með klastri á seinni árum. Á þessari lóð
mundi sæmileg nútímabygging rúma tífalt lfeiri starfs-
herbergi heldur en gamla fangelsið, en auk þess gæti
höll á þessum stað verið táknræn fyrir hið endurreista
lýðveldi og sett myndarsvip á miðbæinn, sem hefir þess
fulla þörf. Alþingishúsið er virðuleg bygging og til
mikils sóma fyrir þá kynslóð, sem tók við hinni fyrstu
heimastjórn. Á þeim tíma var menntaskólinn mjög
sæmilegur samkomustaður fyrir þingið, ef ekki var
litið á metnað þjóðar, sem vildi sýna í orði og verki að
hún væri fær um að fara vel með fullt frelsi. Sú tilfinn-
ing var þess valdandi, að Jón Sigurðsson og lærisveinar
hans létu, af sáralitlum efnum ríkissjóðs, reisa stór-
myndarlegt hús fyrir þingið. En nú fullnægir þetta
hús ekki lengur þörfum þjóðarinnar. Þingmenn og sér-
staklega ráðherra hafa varla aðstöðu til að tala við
gesti, nema helzt út í gluggakistum deildanna. Utan-
bæjar þingmenn hafa óhentuga aðstöðu til vinnudvalar
í Reykjavík. Þeir verða að keppa við námsmenn um
herbergi og fæðiskaup á matsöluhúsum. Stundum verða
tveir þingmenn að búa í sama herbergi. Þegar utan-
bæjarþingmenn eru ekki á þingfundum, eða við nefnd-