Ófeigur - 15.07.1947, Síða 47
ÓFEIGUR
47
þjóðmálabaráttunni, sem sýna með verkum sínum, að
þeir eru stuðnings maklegir. Á þennan hátt er hægt
að gera borgaralega stjórn varanlega, þó að skipt sé um
menn, þegar þess er þörf. Næst áhrifum á valdamenn,
kemur sú mikla nauðsyn að brjóta allar óeðiilegar viðjar
af íslenzkum atvinnurekstri, því að nú eru slíkir f jötrar
mestir á íslandi, ef frá eru taldin ráðstjórnarríkin. Þess
má vænta, að ekki verið langt að bíða þeirrar stundar,
þegar mjög fjölgar þeim mönnum hér á landi, sem
ganga hiklaust fram í nýrri landvarnarhreyfingu, móti
austrænni kúgun. Þegar Ófeigur hóf göngu sína, vorið
1944, var hann ekki aðeins minnsta blað landsins, heldur
líka eina blaðið, sem treysti sér til að segja það, sem líf
þjóðarinnar lá við að væri sagt af mörgum. Smátt og
smátt f jölgaði liði á hinum borgaralegu víggörðum. Mik-
ið munaði um tvo Mbl.menn, Bjarna Benediktsson og
Valtý Stefánsson, og fylgi þeirra. Um þá má nú segja,
með hetjuljóðaorðum Matthíasar:
,,Tvær hraustar hetjur bera
hið hrakta lið í sand.“
Margir Sjálfstæðismenn skildu málið betur en fyrr,
eftir að kommúnistar höfðu sýnt Ólafi og Bjarna bana-
tilræði, undir múrum fundarhúss flokksins, meðan Bryn-
jólfur var að semja um samstjórn við Ólaf Thors. Stefán
Pétursson ritstjóri Alþýðublaðsins hafði séð fullkomna
tvísýnu á lífi sínu utanlands og snerist við þá kynningu
frá einlægri þjónkun við kommúnisma til hatriblandinn-
ar andúðar. Forráðamenn Vísis, Björn Ólafsson og
Kristján Guðlaugssson höfðu snemma skilið eðli komm-
únista og haldið fram þeim málstað, svo langt sem fært
var, án þess að rjúfa flokksheildina. Vann blað þeirra
þjóðlegum málstað mikið gagn, með andófi gegn bylt-
ingarstefnunni, þó að nokkrar brýr væru eftirskildar í
gangfæru standi. Frá vordögum 1944 höfðu Hermann
og Eysteinn fullt flokksþingsleyfi til að hef ja samstjórn
með kommúnistum og sóttu þeir félagar jafnt og þétt
á með að komast í flatsæng með bolsevíkum en þeir
léku fimlega á leiðtoga Framsóknar en notuðu auðmýkt
þeirra til að ná sem beztum kjörum hjá Mbl.mönnum.
Um jólaleytið í vetur, sá Eysteinn, að honum yrði aldrei
auðið að komast í stjórnarstól, nema hann yfirgæfi Her-
mann og fylgdi brotalaust ráðum þeim, sem Ófeigur
hafði gefið mönnum, sem ekki vilja sökkva með bylting-