Ófeigur - 15.07.1947, Síða 49
ÓFEIGUR
49
uga sókn kommúnista við að taka af öðrum eignir og
atvinuaðstöðu, þrýstir til sameiginlegra átaka, öllum,
sem unna frjálsu atvinnulífi, þó að þessum mönnum
beri margt á milli um minniháttar málefni. Viðrétting
hins íslenzka mannfélags birtist í fyrstu, sem máttug
vörn móti fjandsamlegri tangarsókn kommúnista, er
beita kreppunni annars vegar, en þjóðnýtingu eftir rúss-
neskri fyrirmynd, til hinnar hliðar. Sjálfsbjargarhvöt
allra dugandi manna knýr þá, undir þessum skilyrðum,
til að taka höndum saman, þótt þeir séu skrásettir í
mismunandi flokkum, til að láta ekki Iágsigldustu hreyf-
ingu, sem eignast hefur fylgi á Islandi, eyðileggja fram-
tíð óborinna kynslóða í landinu.
En óháðir borgarar mega ekki láta sér nægja varnar-
sigur yfir austrænni kúgun. Næsta stigið er enn erfiðara
og engu síður þýðingarmikið. Framsýnir og þjóðhollir
menn eiga eftir að skapa nýtt og glæsilegt ríki á Is-
landi. Stofnendur hins forna þjóðveldis reistu hér ríki,
sem verndaði menningu og manndóm fólksins, án skatta
eða fékeyptra hlunninda til handa þegnunum. Hinu
sögufræga mannfélagi fornaldarinnar var að langmestu
leyti haldið við, með tómstundavinnu. En nú þykir það
álitlegastur framavegur að reita sem flestar fjaðrir af
ríkissjóði til handa einstaklingum, fyrir sem allra minnsta
vinnu. Kommúnistar hafa sett þennan blæ á nútímalífið
í landinu, og eru þó fleiri sekir. Ef ekki tekst að beina
þjóðarskútunni frá þessum hættuskerjum, hlýtur hún að
stranda og það fyrr en varir. Ríkið verður gjaldþrota
og verður þá tekið undir ómyndugraeftirlit, líkt og gerð-
ist með Nýfundnaland, fyrir nokkrum árum. Öll við-
leitni kommúnista hefur, frá því að hreyfing þeirra
tók að hafa áhrif hér á landi, stefnt að þessu marki:
Gjaldþroti og gereyðingu hins vestræna mannfélags á
Islandi. Þeir hafa metið borgaralega stjórnmálamenn
eftir því, hve létt var að vef ja úlfhéðni að höfðum þeirra,
við þessa upplausnarstarfsemi.
Ef hið nýja þjóðveldi á að ná eðlilegum þroska, þarf
landsfólkið og ekki síst svokallaðir forystumenn, að
gerbreyta um stefnu. Það verður að skapa í hugum
almennings löngun til að gera lýðveldið að sterkri og
fullkominni byggingu. Menn þurfa að læra að vinna,
að spara, að eiga traust heimili, að ala börn upp í foreldra-
garði, að taka skynsamlegan þátt í að mynda ánægju-