Ófeigur - 15.07.1947, Síða 50

Ófeigur - 15.07.1947, Síða 50
50 ÓFEIGUR legt mannlíf í byggðum, bæjum og í landinu öllu. Heim- ilin mega hvorki vera þrælakista, þar sem fólkið sér aldrei út úr daglegu striti eða iðjuleysisbæli. I góðu heimili þarf að fara saman vinna og hin frjóa, andlega Hfsnautn, sem er toppblóm heilbrigðrar menningar. Það er mikið verkefni fyrir æskumenn landsins að skipu- leggja framleiðslustörfin, hvíldartímann, hina félags- legu sambúð, uppeldismálin, sambúð fólks á heimilun- um í þjóðfélaginu, og gagnvart grannþjóðum. Einstak- lingarnir þurfa að öðlast persónulegan metnað og löng- un til að vernda sinn rétt og gildi. Heimilin hafa sam- svarandi metnað: Húsakynnin, húsbúnaðinn, trjágarð- inn, sem umlykur heimilið, bækur, listaverk, skemmt- anatæki og aðstöðu til hvíldar að loknum nauðsynleg- um störfum. Þegar stjórnfrjáls þjóð getur treyst á sterk og þroskavænleg heimili, vaknar í hugum borgaranna sú mannlund að vilja eignast þróttmikið mannfélag, með fullkomnum ytri táknum um góðan smekk og andlega hreysti. Lærisveinar Jóns Sigurðssonar reistu núverandi þinghús, sem manndómsmerki. Finnar reistu þinghöll sína og Svíar ráðhúsið í Stokkhólmi af sömu ástæðum. Hér á landi eru margföld tækifæri fyrir börn hins unga lýðveldis að finna viðnám krafta sinna í þýðingarmiklum athöfnum, í daglegum störfum, á heimilunum og við hin margvíslegu átök þjóðfélagsins. Að vísu fær æskan mikinn arf, menningu frá mörgum öldum og frjálst land. En þessi æska þarf þó ekki að tárast með Alex- ander mikla yfir því, að búið sé að vinna alla sigrana. Æska íslands mun uppgötva, eins og hinn mikli her- konungur, að hinn hæfa skortir aldrei verkefni. Fyrir Islendinga er fornöldin ævarandi eggjan. Frá 9. til 13. aldar tókst forfeðrum okkar, án þeirrar tækni, sem við kunnum nú að beita, að mynda fullkomnasta þjóðskipu- lag fyrir frjálsa menn, sem þá var til í heiminum. Og í skjóli þessa þjóðfélags dafnaði líkamleg og andleg menning, sem skaraði fram úr meðal þjóða þeirrar aldar. Sú kynslóð sem erfir nú landið, hefur um marga hluti miklu betri aðstöðu til framaverka heldur en stofn- endur hins fyrra lýðveldis. Því meiri ástæða er til fyrir unga íslendinga að sýna nú í verki, að kynþátturinn sé eigi úrættaður, með því að skapa hér á landi frjálst þjóðfélag, sem þoli eigi síður samanburð við vestræn

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.