Ófeigur - 15.07.1947, Side 51

Ófeigur - 15.07.1947, Side 51
ÖFEIGUR 51 menningarríki, heldur en þjóðveldi Úlfljóts, á vogarskál fyrri alda. Hér hefur verið skýrt frá hinni miklu krossgöngu undangenginna fimm ára. Á þeim tíma var dýrtíðinni sleppt lausri, stríðsgróðinn látinn hverfa, ríkissjóði bundnir óbærir baggar, f járhagshruni boðið heim og eyð- ing allra sjóðeigna gerð sennileg. Samhliða þessu hafa borgaraflokkarnir gert sig svo óvirka, að níu mánuði þarf til að ganga frá f járlagagerð á alþingi. Fyrsta veg- villan byrjaði 1942, þegar Hermann rauf borgaralegt samstarf með því að kasta þjóðinni út í þingrof og kosningar. I stað Framsóknar settist óábyrgur bylt- ingarflokkur við stýrið á þjóðarskútunni og hefur stefnt að feigðarfjöru. Strand borgaralegu flokkanna er óhjá- kvæmilegt. En í þessu strandi á að verða mannbjörg. Félagsleg nýsköpunarskip taka við af brotnum bátum frá 1916. Á hin nýju skip mun meira sótt af farmi til Einars Þveræings en Einars Olgeirssonar. Yfir Jandamœrin. Þegar aflraunakappi Framsóknar frétti, í ræðu Emils Jónssonar, að landið væri nálega gjaldeyrislaust auglýsti hann í útvarpinu: ,,Ég held fund á Hólmavík.“ Merkileg nýjung, að einn maður skapar heilan fund. Á Hólmavíkur- fundinum lýsti hann yfir, að í haust þyrfti að fá bolse- vika í stjórn landsins. Óumtalað, en undirskilið að Stefán Jóhann yfirgæfi stól sinn og útvalinn gistivinur kæmi í staðinn. Gott fyrir Strandabændur að fá þessar heppilegu bendingar frá sínum þingfulltrúa. # # # Eysteini brá öðruvísi við fréttina um hversu komm- únistar hafa skilið við fjárhaginn. Hann varð hissa og hélt í útvarp snotra ræðu um sparnað. Ef hann hefði vitað rétt skil á fjármálunum í vor, er ósennilegt að hann hefði knúið fram löggjöf um margar tylftir ríkis- launaðra leikara í Reykjavík, kastað milljónum eftir milljón í botnlausa hít flugvallarins í Vatnsmýrinni eða haldið áfram að byggja og starfrækja drykkjumanna- hæli í Kaldaðarnesi. Vonandi fer Eysteinn nú að skilja að allt makk hans við kommúnista hefir orðið til þess

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.