Ófeigur - 15.07.1947, Blaðsíða 51

Ófeigur - 15.07.1947, Blaðsíða 51
ÖFEIGUR 51 menningarríki, heldur en þjóðveldi Úlfljóts, á vogarskál fyrri alda. Hér hefur verið skýrt frá hinni miklu krossgöngu undangenginna fimm ára. Á þeim tíma var dýrtíðinni sleppt lausri, stríðsgróðinn látinn hverfa, ríkissjóði bundnir óbærir baggar, f járhagshruni boðið heim og eyð- ing allra sjóðeigna gerð sennileg. Samhliða þessu hafa borgaraflokkarnir gert sig svo óvirka, að níu mánuði þarf til að ganga frá f járlagagerð á alþingi. Fyrsta veg- villan byrjaði 1942, þegar Hermann rauf borgaralegt samstarf með því að kasta þjóðinni út í þingrof og kosningar. I stað Framsóknar settist óábyrgur bylt- ingarflokkur við stýrið á þjóðarskútunni og hefur stefnt að feigðarfjöru. Strand borgaralegu flokkanna er óhjá- kvæmilegt. En í þessu strandi á að verða mannbjörg. Félagsleg nýsköpunarskip taka við af brotnum bátum frá 1916. Á hin nýju skip mun meira sótt af farmi til Einars Þveræings en Einars Olgeirssonar. Yfir Jandamœrin. Þegar aflraunakappi Framsóknar frétti, í ræðu Emils Jónssonar, að landið væri nálega gjaldeyrislaust auglýsti hann í útvarpinu: ,,Ég held fund á Hólmavík.“ Merkileg nýjung, að einn maður skapar heilan fund. Á Hólmavíkur- fundinum lýsti hann yfir, að í haust þyrfti að fá bolse- vika í stjórn landsins. Óumtalað, en undirskilið að Stefán Jóhann yfirgæfi stól sinn og útvalinn gistivinur kæmi í staðinn. Gott fyrir Strandabændur að fá þessar heppilegu bendingar frá sínum þingfulltrúa. # # # Eysteini brá öðruvísi við fréttina um hversu komm- únistar hafa skilið við fjárhaginn. Hann varð hissa og hélt í útvarp snotra ræðu um sparnað. Ef hann hefði vitað rétt skil á fjármálunum í vor, er ósennilegt að hann hefði knúið fram löggjöf um margar tylftir ríkis- launaðra leikara í Reykjavík, kastað milljónum eftir milljón í botnlausa hít flugvallarins í Vatnsmýrinni eða haldið áfram að byggja og starfrækja drykkjumanna- hæli í Kaldaðarnesi. Vonandi fer Eysteinn nú að skilja að allt makk hans við kommúnista hefir orðið til þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.