Ófeigur - 15.07.1947, Qupperneq 55
ÖFEIGUR
55
Guðmundur bóndi á Hofi hefur í hárri elli uppskorið
sæmd, sem hann átti margfaldlega skilið. Leiðtogar
Búnaðarfélagsins hafa á Akureyrarfundi sínum sam-
þykkt þakkir til Guðmundar fyrir baráttu hans fyrir
stéttasamtökum bænda. Var þetta einkennilegur sigur.
Þegar leiðtogar Búnaðarfélagsins gerðu þá höfuðsynd,
haustið 1944, fyrir mjög þurfandi ráðherraefni Fram-
sóknar og Sjálfstæðis, að kalla búnaðarþing saman og
láta það falla frá sexmannagrundvellinum og gefa eftir
átta milljónir af fé bænda, í von um að fá að launum
borgaralega stjórn, reis Guðmundur til mikils andófs
gegn þessu athæfi. Kallaði hann saman bændafund á
Selfossi og voru þar samþykkt öflug mótmæli gegn
þessu löglausa og ábyrgðarlausa athæfi. Leiðtogar f lokk-
anna höfðu aldrei ætlað sér annað með þessari veiði-
brellu en að létta á ríkissjóði við myndun ríkisstjórnar
með kommúnistum, enda varð sú raunin á. Guðmundur
á Hofi gafst ekki upp og beitti sér fyrir kröfunni um
óháð bændasamtök. Líkaði þeim sem stóðu að gjöfinni
stórilla og komu með helztu skörunga sína óboðnir á
fund bænda á Selfossi vorið 1945. Var nú sótt fast
að Guðmundi en hann varðist vel með sínum liðsafla.
Undir morgun, næsta dag, gerði einn af leiðtogum eftir-
gjafarinnar sig líklegan til að leggja hendur á Guðmund
sem fundarstjóra. Guðmundur og samstarfsmenn hans
höfðu sent út fundarboð um allt land og buðu bændum
að láta fulltrúa koma á stofnfund sumarið 1945. Greip
nú nokkur ótti hina örlátu milljónagefendur og gripu þeir
til tveggja bjargráða. Þeir settu af stað allt áróðurslið
Búnaðarfélagsins og þeirra flokka, sem stóðu að mill-
jónagjöfinni, til að véla bændur, svo að þeir kysu á
Laugarvatnsfundinum þá menn, sem vildu engin óháð
samtök. Jafnframt var kallað saman búnaðarþing á
slætti og samþykkt sú breyting á lögum félagsins, að
það mætti hafa sérstaka bændadeild, innan sinna vé-
banda og skyldi Bjarni Ásgeirsson stýra henni og hans
eftirmenn á veldisstóh búnaðarþings. Meðan stóð á
þessu þinghaldi var Gi.ömundur á Hofi kallaður til
Reykjavíkur með samliðsmenn sína, líkt og þegar Lúter
var boðaður til Worms. Átti að láta Selfossmenn taka
aftur allar sínar hættulegu kenningar um óháð sam-
tök bænda. Var beitt miklum rosta og frekju við Sel-
fossmenn á þessum fundi en þeir létu það ekki á sig