Ófeigur - 15.07.1947, Qupperneq 57
ÓFEIGUR
57
Kristjón Kristjónsson fékk mikinn frama og trúnað við
landbúnaðarsýninguna. Sigurjón Guðmundsson, sem
hlaut mjög harðan dóm á listanum er nú orðinn trún-
aðarmaður Eysteins í viðskiptaráði. Jón Ivarsson, sem
var neðarlega á listanum og talinn í varasömu deilainni
er nú kominn í landsskattanefnd og varamaður Her-
manns í „Stórráðinu“. Ein af ástæðunum til þess að
áðurnefndir menn vaxa nú í trúnaði er sú, að til gisti-
vina koma fá mannsefni, sem geta unnið vandaverk.
Verður þess vegna að horfa til baka og leita til manna,
sem fengið hafa æfingu við eitthvað annað en bitlinga
og vegtylluveiðar.
# # m
Þegar Eysteinn hóf útvarpsræðu sína um fátæktina
komst hann svo að orði, að ráðherrar myndu skýra
málið, því að fjárhagsráð væri undir þeim. Þetta var
sneið til Hermanns, til að minna hann á að nú væri hann
1 tölu þegnanna, nærri almúganum. Fyrir sitt leyti unir
Hermann sinni vist víst líkt og nýveitt Afríkuljón, sem
er komið í þokusúld, innan við járngrindur í dýragarði í
London.
# # #
Þegar ríkisstjórnin kallaði saman fulltrúa stéttanna
til að ræða um björgun atvinnulífsins, sendu kommún-
istar einn mann á samkomuna til að bera fréttir. Síðan
undirbjuggu bolsvikar mótmæla- og æsingafundi úti um
land til að hindra að gripið yrði til skynsamlegra úr-
ræða, þjóðinni til bjargar. Þessa menn vill Hermann
fá til að stjórna landinu með sér.
# # #
Meðan þjóðstjórn var um málefni Akureyrar og
kommúnistar áhrifalausir um bæjarmál, stóð hagur
kaupstaðarins með blóma. En vorið 1944 fengu Fram-
sóknarmenn á Akureyri ströng fyrimæli frá Hermanni
og Eysteini um að sýna bolsevikum samstarfsvilja.
Hófst síðan árangursríkt samstarf milli samvinnumanna
og bolsevika. Eru nú sýnileg þrjú afkvæmi: Hafnargerð
byrjuð norðan á Oddeyri. Kostar 15 milljónir. Hafin í
Krossanesi rekstur síldarverksmiðju á bæjarins ábyrgð.
Samvinnumenn í bænum urðu þar fyrir nokkrum von-
brigðum. Ekki var fyrr gengið frá ákvörðun um að reka
verksmiðjuna, á vegum borgaranna, en Steingrímur
Aðalsteinsson og bolvíkingar hans hindruðu að gert yrði