Ófeigur - 15.07.1947, Side 59

Ófeigur - 15.07.1947, Side 59
ÓFEIGUR 59 Jón á Akri hagaði svo forustu á þingi, að málið gat hiotið afgreiðslu, þrátt fyrir annir í þinglok. Pétur Magnússon hélt í þessu máli úrslitaræðu, um að fjár- skiptin jmðu, eins og nú væri komið, að verða bjargráð bænda, og greiddi atkvæði með fjárveitingunni, þó að hún væri stór og utan fjárlaga. Gistivinum mínum sóttist seint róðurinn. Þegar atkvæðagreiðsla tók að nálgast, fóru Eysteinn og Steingrímur búnaðarmála- stjóri út og bjuggu sig undir sigurvagnaræður á þing- eyska pestarsvæðinu. Framganga þingforsetans og ráð- herrans bjargaði málinu fyrir hálfa Þingeyjarsýslu og myndaði fordæmi. Nú vildu svo að segja allir bændur milli Blöndu og Héraðsvatna skipta í haust, þó að þeir yrðu fjárlausir í eitt ár. Sækja að þessum mönnum báðar karakúlpestirnar og er aðstaða þeirra hin erfið- asta. Nú hefur einn af leiðtogum Framsóknar völdin í búnaðarmálunum. En þá er áhugi norðlensku bænd- anna virtur að vettugi og þeir beðnir að gæta vel beggja pestanna, sem tveir af ráðunautum Búnaðarfélagsins hafa útvegað bændastéttinni. Nú bitnar sofandaháttur- inn á kjósendum búnaðarmálastjóra. Hann hefði allra hluta vegna átt að leyfa Eysteini að vera einum í sigur- vagnaferðinni til Þingeyinga, þegar búið var, á vordög- um í fyrra, að bjarga hálfri sýslunni úr þeim mesta vanda, sem framhleypni og ræfildómur Ásgeirs L. og Páls Zóph. hafa leitt yfir íslenzkar sveitir. # # # Þingeyjarsýsla er eina héraðið á landinu þar sem skipt hefir verið um allan fjárstofn bænda. Er sýslunni skipt, af öryggisástæðum í f jögur gæzlusvæði, aðgreind með girðingum. Veturinn ’46-47 kom sýkin uppíminnsta hólfinu, Reykdælahreppi, en þar hefur gistivinurinn Björn á Brún mannaforráð. Ef ekkert var aðgert, máttu allir vita að pestin bærist á skömmum tíma um hólfið og síðan í allar áttir um sýsluna, og þaðan til annarra héraða. Var þá undirbúin landauðn í Þingeyjarþingi og bændur í öðrum fjárræktarsveitum sviptir öllum skynsamlegum vonum um framtíð í sambandi við ís- lenzkan landbúnað. Hér var líkt ástatt og þegar eldur kemur upp í stóru timburhúsahverfi í hvassviðri og öll byggðin virðist vígð loganum, ef ekki kemur skjót hjálp. Á sýslufundi Þingeyinga í vetur var það einhuga krafa allra fulltrúa, nema eins, að öllu fé í hinu sýkta

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.