Ófeigur - 15.07.1947, Síða 61

Ófeigur - 15.07.1947, Síða 61
ÓFEIGUR 61 kommúnista. Þótti honum þess vegna máli skipta að þess háttar þingfulltrúi yrði kosinn í Þingeyjarsýslu í fyrravor. Lagði hann sig mjög í framkróka að efla Björn á Brún til þingmennsku. Fór Einar með Birni um alla Svalbarðsströnd og Höfðahverfi, í því skyni að segja Birni, hvað bæirnir heita, því að hann bar hvorki kennsl á mennina eða þeirra málefni. Nú hefur Einar séð, sér til sárrar hryggðar, að sá maður sem hann hafði treyst var á góðum vegi að sleppa pestinni lausri á Eyfirðinga og hindra sauðfjárbúskap í þeim byggðum, þar sem búið var að bjarga fólkinu með forgöngu þeirra manna, sem kunna betur en gistivinir að leysa vandamál almennings. # * Eysteinn Jónsson hefur látið Tímann fræða lesendur sína á því, að ég hafi spillt fyrir, að fólk utan Reykja- víkur fengi stuðning af skemmtanaskattinum til að reisa samkomuhús. Hið sanna er, að meðan Eysteinn var í ómegð, átti ég þátt í að skemmtanaskatturinn væri lát- inn ganga til að gera virðulegt samkomuhús í Reykjavík. Lög um þetta efni voru samþykkt á fyrsta þingi eftir að ég varð þingmaður. Hefir skatturinn að nokkru leyti gengið til að reisa í höfuðstaðnum fullkomnasta mann- fundahús, sem byggt hefur verið á íslandi. Þegar ég sá í vetur sem leið, að áður en langt um liði, mundi leikhúsið verða fullgert, bar ég fram tillögu um að sjóðn- um, öllum, yrði framvegis varið til að styðja byggingu samkomuhúsa í kaupstöðum kauptúnum og sveitum. Tilgangurinn að um allt land yrði reist, með þessum stuðningi a. m. k. eitt myndarlegt samkomuhús í hverju bæjar og sveitarfélagi. Öll þjóðin hafði hjálpað Reykja- vík til að leysa sinn vanda. Á sama hátt átti höfuðbær- inn að muna eftir þörf annarra. Þegar Eysteinn var orðinn ráðherra án verulegrar þekkingar á andlegum málum, vildi hann gera sér tvennt til frægðar: Búa til og veita sjálfur 30—40 embættisstöður við leikhúsið í Reykjavík og taka nokkuð af skattinum, en alltaf minna en helming, til fundarhúsa fyrir ýmiskonar skemmti- félög. Frægð Eysteins í þessu máli er sú, að hann vill þjóðnýta leikarana í Reykjavík að rússneskum sið, þó að til þess þurfi að verja mörgum hundruðum þúsunda árlega, í ofanálag á það, sem stórbyggingin gefur af sér. Að líkindum hefur Eysteinn ekki vitað, að ríkisrekin:

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.