Ófeigur - 15.07.1947, Page 62

Ófeigur - 15.07.1947, Page 62
■62 ÓFEIGUR leikhús eru ekki til í löndum Engilsaxa og á Norður- löndum ekki nema eitt og það er einhver þyngsti kross á skattgreiðendum. Var hinn mesti óhugur í þingmönn- um að samþykkja þjóðnýtnigu á þeim kommúnistiska leikvangi, sem sýndi Brynjólf biskup, einn hinn há- menntaðasta skörung þjóðarinnar, eins og stórglæpa- mann, sem væri réttsloppinn út úr Sing-Sing. Kom þessi óbeit fram í því að Sjálfstæðisþingmenn komu inn í frv. við lokameðferð í efri deild, að Eysteinn og hans eftirmenn mættu ekki veðsetja leikhúsbygginguna fyrir tekjuhallarekstri og almennu sukki. Var þetta hin þarfasta umbót og vissulega orð í tíma talað. Sást á þessu ákvæði lítilsvirðing þingsins á þessu ótímabæra brölti. Allar líkur eru til, að enn líði mörg ár, þar til leikhúsið í Reykjavík er fullgert því að á síðustu miss- erum hefur byggingarnefnd ekki fengið neinn gjald- eyri, sem nafn er gefandi, fyrir nauðsynlegu útlendu efni. Getur ráðherrann þá skemmt til við að hafa þrenn- ar tylftir leikara á heiðurslaunum. 1 stað þess að ég vildi láta allan sjóðinn ganga til bygginga handa öllum landsmönnum, tekur Eysteinn fyrst af mörg hundruð þúsund í kaup handa embættisleikurum í höfuðstaðn- um og virðist ætla að afgangurinn gangi til smáhýsa hjá ýmsum smáfélögum, í stað þess að reisa eitt myndar- legt samkomuhús í hverjum kaupstað eða byggð, til hagsbóta öllum, sem þar eiga heima, jafnt ungum sem gömlum. # * # Þar var fyrr frá horfið, þegar Hermann Jónasson hafði komið Sigurði Jónassyni í Framsóknarflokkinn og haft hann mjög fyrir sína hönd við þá fésýslu, sem átti að verða mjög arðsöm. Stóð Sigurður fyrir stofnun Edduprentsmiðju. Mestalt féð kom frá ýmsum sam- vinnufélögum og frá einstökum samvinnumönnum, en stærstir voru þeir tveir hlutir, sem stóðu á nafni Sigurð- ar og Hermanns. Áttu þeir saman þann hlut, sem Sig- urður var skrifaður fyrir, en hinn var séreign ráðherr- ans. Þegar aðsókn óx að prentverki þessu, taldi Sigurð- ur að auðmenn í Mbl.-liðinu vildu kaupa hans hlutabréf í Eddu og borga 300 kr. fyrir hverjar 100 kr. Samvinnu- menn vildu ógjarnan eiga sitt öryggi í þessum málum undir Hermanni og burgeisum úr liði Sjálfstæðismanna. Keyptu þeir hlutina með neyðarverðinu og það því frem-

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.