Ófeigur - 15.07.1947, Síða 63

Ófeigur - 15.07.1947, Síða 63
ÓFEIGUR 63 ur, sem Hermann mælti mjög með kaupunum. Þótti Framsóknarmönnum, sem komu á miðstjórnarfundi, furðulegt að heyra forsætisráðherrann mæla með þess- um f járlátum til Sigurðar. Var þeim ókunnugt um leyni- þræði þá, sem hér er sagt frá. Nokkru eftir að gengið var frá þessari sölu, fór Hermann að ympra á hinu sama og Sigurður vinur hans fyrr. Efnaðir menn buðu þrefalt í hluti þá, sem ráðherrann átti í prentsmiðju Tímans. Hins vegar varð honum ráðherrastarfið út- dráttarsamt, einkum móttökur höfðingja. Sáu leiðtogar kaupfélaganna, að þeir mættu aldrei um frjálst höfuð strjúka, meðan Hermann hefði hluti sína á boðstólum. Var samþykkt að kaupa með sömu kjörum og hinn fyrri spekúlantapart og lagður stefnufundur. Hermann vildi um þessi mál feta nákvæmlega í spor Sigurðar, hins fésæla vinar. En þegar komið var, að undirskriftum gerðist atburður hliðstæður þeim, þegar Njáll lagði slæð- urnar ofan á sáttagjöldin. Hugur viðstaddra breytti um stefnu. Einn af forkólfum samvinnumanna gat ekki dulið sigurbros á vör, og fagnaðarglampa brá fyrir á andliti hans. Einn af nánustu samstarfsmönnum Hermanns, áfjáður gistivinur, sá brosið og glampann. Skyldi um leið að forkólfar samvinnufélaganna myndu fagna því að vera leystir frá stöðugum ótta við að gengið yrði að baki þeirra og lykill virkisins afhentur andstæðingum til eignar og afnota. Gistivinurinn gaf Hermanni bend- ingu um að taka sér frest í málinu, og það gerði hann. Þeir félagar Hermann og Eysteinn höfðu skipt með sér verkum. Hermann átti að vera formaður Framsóknar og forsætisráðherra en Eysteinn komast til æðstu valda í Sambandinu. Síðan skyldu þeir veita hvor öðrum lið eftir mætti. Hermann bað um frest að ganga frá söl- unni. Sýnilegt þótti, að of langt væri gengið í bili. Kuldalegt og háðiblandið bros samvinnuleiðtogans, sem ætlaði að kaupa spekulantinn út úr samvinnuprentsmiðj- unni og láta hann fá 60 þús. fyrir 20, sannfærði þá fé- laga um, að þeir yrðu að svo stöddu að geyma þennan jólamat óétinn. Eysteinri stefndi að sínu marki, dró á aðalfundi Sís saman allt lið kommúnista og lausingja úr gistivinasveit Framsóknar, bolaði einum allra starfs- hæfasta kaupfélagsstjóra landsins, Jóni fvarssyni úr stjórn Sís og komst langt á leið með aðfella Vilhjálm Þór, sem varaformann. Eftir að Vilhjálmur varð for-

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.