Ófeigur - 15.07.1947, Blaðsíða 63

Ófeigur - 15.07.1947, Blaðsíða 63
ÓFEIGUR 63 ur, sem Hermann mælti mjög með kaupunum. Þótti Framsóknarmönnum, sem komu á miðstjórnarfundi, furðulegt að heyra forsætisráðherrann mæla með þess- um f járlátum til Sigurðar. Var þeim ókunnugt um leyni- þræði þá, sem hér er sagt frá. Nokkru eftir að gengið var frá þessari sölu, fór Hermann að ympra á hinu sama og Sigurður vinur hans fyrr. Efnaðir menn buðu þrefalt í hluti þá, sem ráðherrann átti í prentsmiðju Tímans. Hins vegar varð honum ráðherrastarfið út- dráttarsamt, einkum móttökur höfðingja. Sáu leiðtogar kaupfélaganna, að þeir mættu aldrei um frjálst höfuð strjúka, meðan Hermann hefði hluti sína á boðstólum. Var samþykkt að kaupa með sömu kjörum og hinn fyrri spekúlantapart og lagður stefnufundur. Hermann vildi um þessi mál feta nákvæmlega í spor Sigurðar, hins fésæla vinar. En þegar komið var, að undirskriftum gerðist atburður hliðstæður þeim, þegar Njáll lagði slæð- urnar ofan á sáttagjöldin. Hugur viðstaddra breytti um stefnu. Einn af forkólfum samvinnumanna gat ekki dulið sigurbros á vör, og fagnaðarglampa brá fyrir á andliti hans. Einn af nánustu samstarfsmönnum Hermanns, áfjáður gistivinur, sá brosið og glampann. Skyldi um leið að forkólfar samvinnufélaganna myndu fagna því að vera leystir frá stöðugum ótta við að gengið yrði að baki þeirra og lykill virkisins afhentur andstæðingum til eignar og afnota. Gistivinurinn gaf Hermanni bend- ingu um að taka sér frest í málinu, og það gerði hann. Þeir félagar Hermann og Eysteinn höfðu skipt með sér verkum. Hermann átti að vera formaður Framsóknar og forsætisráðherra en Eysteinn komast til æðstu valda í Sambandinu. Síðan skyldu þeir veita hvor öðrum lið eftir mætti. Hermann bað um frest að ganga frá söl- unni. Sýnilegt þótti, að of langt væri gengið í bili. Kuldalegt og háðiblandið bros samvinnuleiðtogans, sem ætlaði að kaupa spekulantinn út úr samvinnuprentsmiðj- unni og láta hann fá 60 þús. fyrir 20, sannfærði þá fé- laga um, að þeir yrðu að svo stöddu að geyma þennan jólamat óétinn. Eysteinri stefndi að sínu marki, dró á aðalfundi Sís saman allt lið kommúnista og lausingja úr gistivinasveit Framsóknar, bolaði einum allra starfs- hæfasta kaupfélagsstjóra landsins, Jóni fvarssyni úr stjórn Sís og komst langt á leið með aðfella Vilhjálm Þór, sem varaformann. Eftir að Vilhjálmur varð for-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.