Ófeigur - 15.07.1947, Page 71

Ófeigur - 15.07.1947, Page 71
ÓFEIGUR 71 vík að taka þessar lóðir við Viðeyjarsund til þarfa út- gerðarmanna í bænum, sem hafa í þeim efnum hvergi höfði sínu að að halla. Var þá sýnilegt, að ekki mundi verða úr flutningi skólans, enda voru gamlir nemendur, og þeir eru margir áhrifamenn, mjög mótfallnir um- ræddri breytingu, sem auk þess hefði orðið mjög kostn- aðarsöm fyrir nemendur og aðstandendur þeirra í bæn- um. Er þess vegna lagt til, að hér verði tekið á málinu með nokkurri forsjá: Gamli skólinn notaður um ófyrir- sjáanlega langan tíma, en bætt við nýjum byggingum ofanvert við skólahúsið, kennslustofum, rannsóknarstof- um, vinnustofum, íþróttasölum, bókasöfnum og nauð- synlegum íbúð um fyrir kenara og starfslið skólans. Aths. Þegar Brynjólfur bolvíkingur hafði flækt sig og rektor í 15 milljóna byggingarráðagerðum, en vantaði jörð til að standa á, flutti ég þessa tillögu. Fáum dögum síðar brann allmikið af gömlu húsunum á hinum umræddu lóðum. Bjuggust nú flestir við, að menntamálastjórnin og fjárveitinganefnd myndu grípa tækifærið og samþykkja eignamámsheimild samkvæmt þessari tillögu. En hlutaðeigendur sváfu fast og sofa enn. Búið er að endurbyggja brunahúsin. Síðar verða þessi hús og lóðirnar keypt- ar fyrir margfalt verð handa skólanum, þegar forráðamenn menntamálanna hafa reynt allar ófæru leiðimar og em komn- Ir ofan á jörð og famir að beita heilbrigðri skynsemi. Afgreiðslum.: Helgi Lámsson, Vesturg. 5, Reykjavík. Sími 5677. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jónas Jónsson, frá Hriflu. Prentað í Steindórsprenti h.f., Tjamargötu 4, Reykjavik.

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.