Ófeigur - 15.08.1951, Page 5

Ófeigur - 15.08.1951, Page 5
ÖFEIGTJR 5 nemur nú 100 þúsundum. Sýnilegt er, að eigandinn ætlar að rækta skóg til nytja í allri landareigninni. Dvelur Sigurður í Sellandi allt sumarið við túnrækt og trjárækt, en sinnir véliðju á Akureyri um vetur. Sonur hans stýrir prentverki Odds Björnssonar, þeg- ar Sigurður sinnir bændastörfunum. # Á Suðurlandi hefur Skúli Thorarensen útgerðarmað- ur í Reykjavík, um nokkur undanfarin ár starfrækt stórbú á Geldingalæk í Rangárvallasýslu. Hefur hann haft þar fjölmarga stórgripi, mikla ræktun og stund- um einna mestan heyfeng af bændum. En þessu til viðbótar hefur hann tekið, í félagi við Vilhj. Þór, að rækta sandana, borið á þá erlendan áburð og sáð amer- ísku sandgresi, sem virðist vera furðujurt. Fá þeir félagar með þessu lagi mikinn heyfeng af eyðisönd- um þegar á fyrsta ári, og er talið liggja að því að þetta muni vera ein hin ódýrasta túnmyndun á Is- landi. Þrír bræður frá Kirkjubæjarklaustri, Bergur, Helgi og Júlíus, standa með tveim bræðrum sínum, Siggeir og Valdimar, sem búa heima á Klaustri, að annars konar túnmyndim á sandi. Er þess áður getið í Ófeigi, að þeir dæla með raforku jökulvatni úr Skaftá upp á 20 ferkm. sandflæmi, og eru á góðum vegi með að gera auðnina að frjóu grasflæmi. Tefur það helzt, að þeir hafa ekki fengið innflutningsleyfi fyrir ann- arri dælu til að geta aukið vatnsmagnið. Fer það að vonum, að Skaftfellingar og Rangæingar hafi forystu í baráttu við sandana, svo mjög sem fólkið í þessum héruðum hefur um langar aldir orðið að berjast varnar- vana við hin eyðandi öfl sandeyðimarkanna. * Tveir kaupmenn úr Reykjavík, Jónas Hvannberg og Pétur Guðmundsson, stofnandi „Málarans“, hafa tekið til ræktunar lítt notuð lönd í Árnessýslu, Jónas keypti fyrir nokkrum árum hálfa jörð í Laugardal, Úteyna. Þar er allmikill jarðhiti, veiði í Laugarvatni og víð- áttumiklir, þurrlendir móar. Mikið er þar og af frjó- sömu mýrlendi. Jónas tók sér fyrir hendur að rækta mólendið út frá túninu. Hefur hann byggt í Útey gripahús fyrir 15 kýr, en bætir nú við byggingum og túnrækt, svo að hann mun innan skamms hafa 40

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.