Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 5

Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 5
ÖFEIGTJR 5 nemur nú 100 þúsundum. Sýnilegt er, að eigandinn ætlar að rækta skóg til nytja í allri landareigninni. Dvelur Sigurður í Sellandi allt sumarið við túnrækt og trjárækt, en sinnir véliðju á Akureyri um vetur. Sonur hans stýrir prentverki Odds Björnssonar, þeg- ar Sigurður sinnir bændastörfunum. # Á Suðurlandi hefur Skúli Thorarensen útgerðarmað- ur í Reykjavík, um nokkur undanfarin ár starfrækt stórbú á Geldingalæk í Rangárvallasýslu. Hefur hann haft þar fjölmarga stórgripi, mikla ræktun og stund- um einna mestan heyfeng af bændum. En þessu til viðbótar hefur hann tekið, í félagi við Vilhj. Þór, að rækta sandana, borið á þá erlendan áburð og sáð amer- ísku sandgresi, sem virðist vera furðujurt. Fá þeir félagar með þessu lagi mikinn heyfeng af eyðisönd- um þegar á fyrsta ári, og er talið liggja að því að þetta muni vera ein hin ódýrasta túnmyndun á Is- landi. Þrír bræður frá Kirkjubæjarklaustri, Bergur, Helgi og Júlíus, standa með tveim bræðrum sínum, Siggeir og Valdimar, sem búa heima á Klaustri, að annars konar túnmyndim á sandi. Er þess áður getið í Ófeigi, að þeir dæla með raforku jökulvatni úr Skaftá upp á 20 ferkm. sandflæmi, og eru á góðum vegi með að gera auðnina að frjóu grasflæmi. Tefur það helzt, að þeir hafa ekki fengið innflutningsleyfi fyrir ann- arri dælu til að geta aukið vatnsmagnið. Fer það að vonum, að Skaftfellingar og Rangæingar hafi forystu í baráttu við sandana, svo mjög sem fólkið í þessum héruðum hefur um langar aldir orðið að berjast varnar- vana við hin eyðandi öfl sandeyðimarkanna. * Tveir kaupmenn úr Reykjavík, Jónas Hvannberg og Pétur Guðmundsson, stofnandi „Málarans“, hafa tekið til ræktunar lítt notuð lönd í Árnessýslu, Jónas keypti fyrir nokkrum árum hálfa jörð í Laugardal, Úteyna. Þar er allmikill jarðhiti, veiði í Laugarvatni og víð- áttumiklir, þurrlendir móar. Mikið er þar og af frjó- sömu mýrlendi. Jónas tók sér fyrir hendur að rækta mólendið út frá túninu. Hefur hann byggt í Útey gripahús fyrir 15 kýr, en bætir nú við byggingum og túnrækt, svo að hann mun innan skamms hafa 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.