Ófeigur - 15.08.1951, Page 8

Ófeigur - 15.08.1951, Page 8
8 ÖFEIGUR allt framleiða mikið og á ódýran hátt. Þegar ísland fer að keppa við Dani og Ástralíumenn á stórborga- markaði í álfunni með góðar og ódýrar mjólkuraf- urðir, þá mun þurfa að athuga slóð Guðjóns í Gufudal og hinna stórbændanna, sem eru með amerískum áhöld- um og amerískri tækni að endurnema landið. Hitt er annað mál, að ef tveir piltar hirða 60 kýr í Gljúfur- holti, þá líta þeir ekki á sig sem tilvonandi stórbænd- ur heldur sem launaþræla með fimm daga vinnuviku og engum varanlegum tengslum við sveitina. Flest starfsfólkið á Korpúlfsstöðum gerðust bolsivikar, alveg eins og verksmiðjufólk í borgum. Hin stóru, véliðju- bú í sveitunum eru merkilegur áfangi í þróun atvinnu- lífsins hér á landi. Þau eru mikil framfarafyrirtæki. Þau stórauka framleiðsluna, en þau bæta einu mann- félagsvandamáli við hin, sem fyrir voru. Enn hefur ekki verið minnzt á tvö nýtízku stórbýlí í Árnessýslu, Laugardæli og Laugarvatn, og þó eru þau sérstaklega merkilegir áfangar í búnaðarsögunni. Þegar Egill Thorarensen keypti Laugardæli fyrir kaup- félagið á Selfossi, þá voru þau kaup ekki sérlegt gleði- efni fyrir suma góða bændur í sýslunni. Þeim fannst óþarfi, að láta þeirra eigin félag vera að keppa við einstaka félagsmenn um þröngan markað. Nú er þetta viðhorf breytt. Kaupfélagið hefir ræktað feikna stórt tún á Laugardælum. Þar er stórbú. Stórgripirnir eru hundrað, mest nautgripir og nokkuð af hestum. Þar eru að jafnaði hundrað svín. Hér er um að ræða stór- felldan búrekstur og samsvarandi jarðabætur. Þar að auki var nægilegur jarðhiti í Laugardælum til að hita allt Selfoss-kauptúnið. Sú framkvæmd sparar þjóðinni ótaldar milljónir á ókomnum öldum, en það er önnur saga. Nú vilja Árnesingar fá Laugardæli eins og jörðin er orðin, með hinni miklu jarðrækt og húsabótum, til að hafa þar kynbótabú, fyrst og fremst til að fullrækta stofn mjólkurkúnna. Þó að þingið og landstjórnin verði ef til vill ekki áhugasöm úm þá framkvæmd, mun það ekki stöðva málið. Árnesingar skilja fullvel, að hin mikla ræktun þar og annarsstaðar gerir óhjákvæmi- legt að tryggja að bústofninn sé góður. Allar líkur benda til, að Laugardæli verði í framtíðinni nokkurs

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.