Ófeigur - 15.08.1951, Síða 19

Ófeigur - 15.08.1951, Síða 19
ÓFEIGUR 19 stöðum, brátt í heiftarfullum eldi mannlegrar sam- keppni. Gunnar Gunnarsson var svikinn í griðum af bolsivikum. Skáldafélagið klofnaði með miklum brest- um. Síðar gengu flestir helztu myndlistarmenn úr sinni deild og skildu hugsjón félagsins eftir í höndum klessu- gerðarmanna. Jón Leifs og Jón Þórarinsson komu þeim böndum á tónlistarstarfsemina í landinu, að hún má kallast dvelja í fangabúðum, og fyrir tilverknað þess- ara kumpána streyma hundruð þúsunda frá útvarpinu og öðrum, sem hafa söngmennt með höndum, til ein- hverrar óþekktrar yfirstjórnar, sem lítt gerir skil, og til erlendra manna. Sú aðstaða, sem myndaðist við valdatöku bolsivika í málefnum listamanna og var af misskilinni góðsemi studd frá Bessastöðum, hefir orð- ið þjóðarólán og þjóðarminnkun. Síðan íslenzk list var þjóðnýtt og gerð verkfallshæf, hefur verið tekið fyrir kverkar skapandi þróunar í landinu, nema að því er snertir meistarana, sem stóðu á gömlum merg og auk þess algerlega utan við loddaraskap Jóns Leifs og hans stallbræðra. * Vigfús Guðmundsson má ekki halda, að það athæfi að skipuleggja skáldskap og listir undir þrældómsaga byltingarmanna, hafi verið sérstakt þjóðhappaverk. Eg skildi hættuna, af því ég skildi eðli og starfshætti bolsi- vismans. Úr því að ég sá hættuna, bar mér að vara við henni. Ég gerði það á þessu sviði sem öðrum. Her-' mann og Eysteinn skildu þetta mál ekki fremur en svo mörg önnur, en voru óðfúsir að þóknast í öllu sín- um tilvonandi bandamönnum, enda höfðu samningar um sameiginlega flatsæng Framsóknar og kommún- ista þá staðið í marga mánuði og voru í fullum blóma þegar bolsivikar voru að innlima bókmenntir og listir í veldi sitt. Hermann og Eysteinn sáu, að hér var gott tækifæri til að nota sér ókunnugleika manna eins og Skúla, Guðbrandar og Vigfúsar, um viðhorf þegna til þjóðhöfðingja í frjálsum löndum. Þeir töldu þessum „nytsömu sakleysingjum“ trú um, að þar sem þjóð- höfðingi væri hafinn yfir aðra menn í landinu, mætti ekki gagnrýna opinberlega framkomu hans í almenn- um þjóðmálum. Hér komu til greina mörg rök. Meirihluti blaðstjórn-

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.