Ófeigur - 15.08.1951, Page 20

Ófeigur - 15.08.1951, Page 20
20 ÓFEIGUR ar Tímans vildi um þessar mundir koma á bandalagi við kommúnista og bar ekki skyn á, að slíkt banda- lag var óframkvæmanleg lokleysa. í öðru lagi báru þeir alls ekki skyn á skaðsemi þeirra þjóðnýtingar- banda, sem verið var að lauma yfir skapandi listir á Islandi. I þriðja lagi trúðu sumir þeirra, að gagnrýni á ríkisstjóra eða forseta í frjálsu landi væri óþekkt og óleyfilegt fyrirbæri. Kom hér til greina vanmennt- un Hermanns og Eysteins. Fyrst og fremst var hér um að ræða ríkisstjóra, sem þingið kaus til bráðabirgða. En jafnvel þó að um forseta væri að ræða, þá má jafnvel hinn valdamikli forseti Bandaríkjanna stöðug- lega gera_ grein fyrir athöfnum sínum í þágu alþjóðar. Flestum Islendingum verður að líta til Danmerkur, ef ræða skal um rétta aðbúð þegna við þjóðhöfðingja, enda hér á landi mestur kunnugleiki á þjóðvenjum þar í landi. Hafa Danir lengi talið sér leyfilegt að hafa sjálfstæðar skoðanir á athöfnum sinna þjóðhöfð- ingja. Friðrik VI, hinn rótgróni einvaldur, átti, eftir að blaða og tímaritaútgáfa hófst í landinu, í útistöð- um við blöð og ritstjóra. Eftirmaður hans, Kristján VIII, hafði uppi málarekstur gegn þegnum sínum, sem töldu sjálfsagt að ræða við konung um frammistöðu hans í almennum málum. Sonur hans, Friðrik VII, sótti svo að þegnum sínum, um leið og hann sté í hásætið, að 15 þúsund Khafnarbúar komu heim að höll hans og gerðu sig líklega til að setja hann af, ef hann legði ekki einveldistign sína í hendur fólksins. Sá hann þann kost vænstan, að verða algerlega við óskum þegna sinna. Mörgum þegna hans líkaði ekki kvonfang kon- ungs, og létu skoðanir sínar um þau efni svo greini- lega í ljós, að konungshjónin voru af þeirri ástæðu að jafnaði búsett uppi í sveit, en ekki í höfuðborginni. Þegar Kristján IX setitst að völdum, 1863, tilkynnti lögreglustjórinn í Kaupmannahöfn konungi, að ef hann undirritaði ekki þegar í stað lög, sem þingið hafði þá nýsamþykkt, mætti búast við uppreist og blóðsúthell- ingum í borginni. Lét konungur sér segjast við þessa ráðleggingu og gerði að bæn fólksins . Sonarsonur Kristjáns IX, sem jafnframt var konungur Islendinga, komst vorið 1920 í svo krappan dans við þegna sína, að stærsti flokkur landsins gerði samþykkt um afnám kommgsstjómar í landinu, auk þess sem við borð lá

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.